Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 14:49 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var ekki sáttur við þá Bjarna Guðjónsson og Ólaf Kristjánsson í þætti gærkvöldsins. Vísir/Samsett Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum. „Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika. Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
„Jóhann [Ingi Jónsson, dómari leiksins] tekur þessa ákvörðun og hann verður að lifa með henni, hann verður að geta horft í spegil í kvöld þegar hann fer að bursta tennurnar og verið sáttur við sjálfan sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um ákvörðunina í samtali við Vísi eftir leikinn á sunnudag. Ógjörningur var að meta réttmæti ákvörðunarinnar út frá sjónvarpsútsendingu frá leiknum þar sem atvikið átti sér stað utan ramma myndatökumanns Stöðvar 2 Sport á vellinum. Atvikið náðist hins vegar á Spiideo-vél KA-manna á vellinum og var upptakan þaðan sýnd í Stúkunni í gærkvöld. Klippa: Sjáðu meintan olnboga Arons Sig og umræðuna í Stúkunni Bjarni Guðjónsson og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar í fyrsta þætti sumarsins af Stúkunni í gærkvöld. Þeir virtust sammála um að Aron hefði mátt hanga inn á. Hann hafi átt að fá gult spjald eftir samskiptin við Andra Fannar Stefánsson, leikmann KA, sem lá óvígur eftir. Ljóst virðist að Aron hafi hæft andlit Andra Fannars er þeir börðust um stöðu. Spurningin er hvort hann hafi sett olnboga í andlit hans, sem er í öllum tilvikum rautt spjald, eða öxlina sem er á grárra svæði, ef marka má umræðuna í Stúkunni. „Mér finnst þetta ekki vera olnbogi,“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Líklegast er þetta gult, veit það ekki. En ég er náttúrulega afburða slakur dómari.“ Þeir Bjarni virtust þá sammælast um að þeir Andri og Aron hefðu háð stöðubaráttu, sem eigi sér stað oft í leik út um allan völl. Þeir virtust ekki sjá ásetning um olnbogaskot úr atvikinu. Framkvæmdastjórinn ósáttur og fast skotið á Bjarna Ekki voru allir parsáttir við ályktanir Bjarna og Ólafs, allra síst stuðningsmenn KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tjáði sig á samfélagsmiðlinum X, á meðan útsendingu Stúkunnar stóð í gærkvöld. Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því að Andri hlaupi á Aron er bara djók— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 „Common ef þetta eru sérfræðingar þá má leggja niður stúkuna. 4 dómarinn er upp við þetta og að halda því fram að Andri hlaupi á Aron er bara djók,“ sagði Sævar. Hann benti þá einnig á að Bjarni Guðjóns ætti son í KR-liðinu, en Jóhannes Kristinn Bjarnason er leikmaður KR og skoraði annað marka Vesturbæinga í leiknum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, var allt annað en sáttur við umræður Bjarna og Ólafs.Vísir/Tryggvi Jón Kári Eldon, stuðningsmaður KR og reglulegur gestur Hjörvars Hafliðasonar í Doc Zone og Dr. Football, sagði við færslu Sævars: „Sammála um að vera ósammála! Alltaf gult en aldrei rautt! Áfram fótbolti!“ Pabbi 😀— saevar petursson (@saevarp) April 7, 2025 Sigurður Gísli Bond, annar reglulegur gestur Hjörvars, tók undir með Jóni: „Rosalega soft red card, hvernig vildiru að viðbrögðin væru eiginlega við þessu?“ Atvikið má sjá í spilaranum að ofan sem og umræðuna í Stúkunni. Í ljós kemur síðar dag hversu langt bann Aron mun fá vegna brots síns. Líklegt má þykja að hann missi af næstu tveimur leikjum KR, gegn Val í Laugardal og gegn FH í Kaplakrika.
Besta deild karla KR KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira