Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 16:05 Svona voru verksummerki eftir tilraunina í desember. Vísir/Kristín Tilraun varð gerð til að sprengja upp hraðbanka við útibú Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Í lok síðasta árs var gerð tilraun til að stela úr sama hraðbanka. Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi tekist hjá þeim sem voru að verki að hafa nein verðmæti með sér á brott. Þeir hafi þó unnið nokkuð tjón á bankanum. „Það var sprengiefni sett þarna inn í og það átti greinilega að reyna að sprengja hann upp. Það var þrætt út fyrir dyrnar og sprengt,“ segir Helgi. Þeir sem fóru inn í bankann munu hafa verið með hulið andlit. Enginn hefur verið handtekin vegna málsins. Lögreglan bíður þess nú að fá aðgang að myndefni úr öryggismyndavélum í bankanum og í kring. Helgi segir að fólk sem hafi mögulega orðið vart við grunsamlegar mannaferðir eða eigi myndefni frá vettvangi megi endilega hafa samband við lögregluna. Ekki í fyrsta skipti Líkt og áður segir hefur áður verið gerð tilraun til að stela úr þessum sama hraðbanka í desember. Greint var frá því að sú atburðarrás hefði náðst skýrt á öryggismyndavél. Þá hafi maður með hulið andlit bakkað stolnum jeppa í gegnum glervegg útibúsins, klöngrast gegnum brotið glerið með keðju og fest hana við einn hraðbankann og jeppann. Síðan mun maðurinn hafa ekið á stað, í þeim tilgangi að hafa hraðbankann með sér á brott, en bankinn sat eftir pikkfastur. Maðurinn virðist hafa áttað sig á því að tilraunin mistókst og því farið af vettvangi. Hluti af skipulagðri glæpastarfsemi Helgi segir við fréttastofu að atvikið á föstudag sé ekki það fyrsta þar sem reynt sé að sprengja upp hraðbanka. „Þetta er bara orðinn einn hluti af þessari skipulögðu glæpastarfsemi,“ segir Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Landsbankinn Tengdar fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29. desember 2024 13:13