Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2025 06:00 Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þjónusta Rauða krossins við einstaklinga í viðkvæmri stöðu er ekki aðeins árangursrík – hún er ómetanleg. Hinn hættulegi og sterki ópíóði Nitazene er kominn til landsins. Sending af slíkum töflum, sem seldar hafa verið í nágrannalöndum okkar sem OxyContin, var nýverið stöðvuð en líklega er aðeins tímaspursmál hvenær efnið kemst í umferð á Íslandi. Og þegar það gerist er líklegt að starfsfólk og sjálfboðaliðar í skaðaminnkunarúrræðum Rauða krossins verði þess einna fyrst varir. Frá árinu 2009 hefur Rauði krossinn verið leiðandi í skaðaminnkandi aðgerðum á Íslandi. Með verkefnunum Frú Ragnheiði og Ylju hefur félagið mótað mannúðlega og faglega þjónustu sem mætir einstaklingum þar sem þeir eru staddir – bókstaflega. Frú Ragnheiður, hið hreyfanlega vettvangsstarf Rauða krossins sem er nú á þremur stöðum á landinu, á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og á Suðurnesjum, býður upp á nálaskiptiþjónustu, skaðaminnkandi ráðgjöf, heilbrigðisþjónustu og öruggt rými fyrir fólk sem notar vímuefni. Með rúmlega 5.800 heimsóknum árið 2024 frá 725 einstaklingum og dreifingu á 400 skömmtum af nefúðanum Naloxone, hefur verkefnið sannarlega dregið úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum vímuefnanotkunar. Árið 2024 bættist Ylja við – fyrsta staðbundna neyslurými landsins. Þar geta einstaklingar notað vímuefni í öruggu umhverfi, undir eftirliti fagfólks. Á einungis átta mánuðum hefur Ylja fengið rúmlega 1.300 heimsóknir og tekið á móti um 150 einstaklingum. Heilbrigðisþjónusta, ráðgjöf, fræðsla og nálgun byggð á trausti og raunverulegum þörfum er kjarninn í starfinu. Hjúkrunarfræðingur Landspítala er einnig starfandi í Ylju þrjá daga vikunnar og hefur fjöldi fólks nýtt sér heilbrigðisþjónustuna sem er þeim að kostnaðarlausu. Helstu komuástæður eru t.d. skimun fyrir HIV og lifrarbólgu C, sár og sýkingar, skimun og meðferð við kynsjúkdómum og forðasprautur. Rauði krossinn er öruggt skjól Margir sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar og Ylju búa við félagslega jaðarsetningu og hafa ítrekað upplifað vantraust, úrræðaleysi eða jafnvel útskúfun innan félagslega- og heilbrigðiskerfisins. Þess vegna skiptir traustið sem byggst hefur upp gagnvart Rauða krossinum sköpum. Einstaklingar í neyð fá ekki aðeins nálaskiptibúnað – þeir fá líka sálfélagslegan stuðning, hlustun, hlýju og virðingu. Frú Ragnheiður er oft fyrsta snerting við þjónustukerfið og brú inn í frekari úrræði. Þar standa sjálfboðaliðar vaktina – með breiðan bakgrunn og hjartað á réttum stað. Naloxone bjargar lífi – og Rauði krossinn fræðir og þjálfar Rauði krossinn hefur lagt sérstaka áherslu á útbreiðslu Naloxone – lyfs sem snýr ofskömmtun ópíóíða við. Auk dreifingar eru nú í gangi vefnámskeið í skyndihjálp á og notkun Naloxone sem eru opin almenningi. Þau má nálgast á námskeiðsvef Rauða krossins. Þar að auki verður boðið upp á verklegt námskeið þar sem þátttakendur læra að beita lyfinu í raunverulegum aðstæðum, fá þjálfun í aðstoð við ofskömmtun og fá Naloxone tösku með öllu tilheyrandi. Þessi námskeið eru ætluð bæði notendum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem vilja vera viðbúin – því að bjarga lífi er ekki bundið við starfsheiti. Aukning ópíóðavanda Nitazene er mjög sterkur og ólöglegur ópíóði. Mikilvægt er að fólk sem neytir ópíóða hugi að öryggi sínu og hafi aðgengi að hraðprófum. Frú Ragnheiður og Ylja munu bjóða upp á hraðpróf fyrir sína skjólstæðinga. Rauði krossinn býr yfir mikilli sérþekkingu í þessum málaflokki – bæði faglegri og félagslegri. Samvinna við heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustu, sveitarfélög, vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar og fleiri aðila hefur skilað skilvirkri og samþættri þjónustu fyrir viðkvæman hóp fólks í okkar samfélagi. En það sem skiptir mestu máli: Rauði krossinn mætir fólki án fordóma og með trú á mannlega reisn. Þannig hefur tekist að byggja upp traust við notendur. Frú Ragnheiður og Ylja sýna svart á hvítu að skaðaminnkandi þjónusta virkar. Hún bætir líf – og bjargar lífi. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar