„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Kári Mímisson skrifar 8. apríl 2025 22:00 Emil Barja, þjálfari Hauka. Vísir / Hulda Margrét Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. „Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þennan sigur. Mér fannst þetta vera lang besti leikurinn hjá Grindavík í þessu einvígi. Mér fannst við reyndar líka góðar enda var þetta bara hörku leikur. Þær voru að hitta vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er bara ótrúlega ánægður að klára þetta,“ sagði léttur Emil strax að leik loknum. Spurður að því hver helsti munurinn á liðunum væri segir Emil að fráköstin hafi falli meira með liðinu í dag. „Frákasta baráttan aðallega. Ég held að við höfum allavega unnið hana í dag, það sást allavega ekki að við værum að tapa henni. Það var samt meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum sem skilaði þessum sigri fyrir okkur í dag.“ Þegar rúmlega sex sekúndur voru eftir af leiknum héldu Grindvíkingar í sókn og freistuðu þess að jafna leikinn. Daisha Bradford fékk tækifærið til að jafna og knýja framlengingu en skot hennar fór ekki niður og Haukar komnir á blað í þessu einvígi. „Já, sérstaklega miða við það hvernig leikurinn var búinn að þróast. Mér fannst við vera komnar með þetta þegar við komumst tíu stigum yfir um miðjan fjórða fjórðung. Daisha setur svo þarna tvo þrista á stuttum tíma og við það myndast smá hræðsla í liðinu sem gerir það að verkum að þær fá í raun tækifæri til að klára þetta. Ég veit ekki almennilega hvað maður getur gert annað en að reyna að hvetja þær áfram. Ég tók leikhlé til að reyna að róa þær aðeins því það var komið smá „panic“ í liðið. Það eina sem ég gat reynt var að róa þær og láta þær spila sinn leik.“ Spurður hvort hann reikni með að breyta einhverju fyrir næstu viðureign liðanna segist Emil bara ætla að byrja á því að skoða þennan leik. „Ég ætla að byrja á því að skoða þennan leik. Það er var margt gott í þessu en svo eru alltaf nokkrir hlutir sem hægt er að laga og bæta.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira