Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2025 10:13 Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson. Helgi Skúli Friðriksson, Hrefna Marín Gunnarsdóttir, Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson og Stefán Már Kjartansson hafa öll verið ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi netöryggisfyrirtækisins Varist. Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur. Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu segir að þau muni ásamt Sigurði Skúlasyni, sem hafi verið hjá fyrirtækinu í rúmt ár, við þróun gervigreindarlausna til að styrkja vöruframboð fyrirtækisins. „Varist sérhæfir sig í hraðvirkri og skalanlegri greiningu og vörn gegn spilliforritum og þjónustar fyrirtækið meðal annar stærstu tæknifyrirtæki heims. Lausnir Varist, sem eiga sér djúpar rætur hér á landi, skanna allt að 400 milljarða skráa daglega og tryggja þannig netöryggi fyrir milljarða notenda um allan heim. Helgi Skúli er með doktorspróf í vélaverkfræði frá Háskólanum í Lundi og hefur mikla reynslu af uppbyggingu gagnainnviða og gagnavísindum. Hann kemur frá Controlant þar sem hann stýrði gagnahögun og hefur einnig starfað sem gagnastjóri hjá Nova. Helgi mun leiða nýja gagna- og gervigreindarteymið hjá Varist. Hrefna Marín er með doktorspróf í rafmagnsverkfræði frá Stanford-háskóla og hefur áralanga reynslu af vöruþróun, rannsóknum og gagnavísindum hjá Marel og Controlant, ásamt að hafa verið lektor við Háskóla Íslands. Hún kemur til Varist sem sérfræðingur í gagnavísindum. Stefán Már Kjartansson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur unnið við bakendaforritun, vélnáms- og gagnalausnir hjá Controlant og NEC. Hjá Varist mun hann bera ábyrgð á hönnun og þróun gagnalausna. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur reynslu í gagnavinnslu og netöryggi frá Cyren, Parka og Travelshift. Hann tekur við sem sérfræðingur í gagnavinnslu hjá Varist,“ segir í tilkynningunni. Fjölgar dag frá degi Haft er eftir Hallgrími Th. Björnssyni, framkvæmdastjóra Varist, að netöryggisárásum fjölgi dag frá degi og með nýjustu framförum í gervigreindartækni verði árásirnar enn fleiri og alvarlegri. „Varist býr yfir einum stærsta gagnagrunni af vírusum í heimi og greinir allt að 4 milljónir óþekkta vírusa á dag. Með nýstofnuðu gagna- og gervigreindarteymi Varist snúum við vörn í sókn og beitum gervigreind til þess að styrkja varnir viðskiptavina okkar. Það er því sérstaklega ánægjulegt að fá svo öfluga einstaklinga til liðs við okkur,” segir Hallgrímur.
Netöryggi Vistaskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira