Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 14:44 Eva Bergþóra segir það alveg klárt að það hafi sverið skólans, ekki borgarinnar, að útvega túlk. Starfsmaður borgarinnar hafi ekki haft neitt á móti því að túlkað væri það sem fram fór, af hverju hefði hann átt að hafa það, spyr Eva Bergþóra. vísir/vilhelm/rvk Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, telur frásögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, vera ónákvæma í veigamikum atriðum. „Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“ Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
„Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“
Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira