„Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2025 07:02 Einar var ákveðinn í að fara heim eftir að ræningjarnar réðust um borð. Stöð 2 „Það eina sem ég hugsaði um þarna var bara að halda ró minni og reyna að gera mitt besta til að komast út úr þessum aðstæðum,“ segir Einar Vignir Einarsson skipstjóri sem varð fyrir hrikalegri lífsreynslu árið 1998. Einar var skipstjóri á fiskibáti sem verið var að sigla frá Hafnarfirði til Kamerún þegar áhöfnin lenti í því að vera rænd af hermönnum í Senegal. Það var áður en sjóræningjar réðust á þá sunnan við Grænhöfðaeyjar. Í lokaþætti Útkalls er rætt við Einar, auk þess sem rætt er við Þorberg Egilsson sem var vélstjóri á bátnum. Þá er rætt við Sigríði Ólafsdóttur, eiginkonu Einars, sem heyrði ekkert í sínum manni í heilan mánuð. Þáttinn má sjá hér: Einskær tilviljun Í þættinum rifjar Einar upp þessa ótrúlegu atburði. Á þessum tíma var hann hættur að sigla og það var í raun einskær tilviljun að hann tók að sér að sigla þrjátíu ára gömlum vertíðarbát frá Bolungarvík alla leið til Kamerún. Varaforseti ríkisins hafði keypt bátinn. Fyrrverandi útgerðarmaður kom að máli við Einar og spurði hvort hann væri til í að sigla bátnum niður eftir. „Ég hafði engan áhuga á því, en svo samdist okkur seinna um kvöldið eða nóttina að ég færi. En ég sagðist ekki vilja fara nema vélstjórinn kæmi með mér, en hann var reddari hjá útgerðinni fyrir vestan.“ Umræddur vélstjóri var Þorbergur Egilsson frá Bolungarvík. Aðspurður um hvernig hefði litist á það á sínum tíma að halda í þessi svaðilför segist Þorbergur í raun ekkert hafa spáð í það. „Ég tók bara að mér verkefnið og við fórum bara af stað.“ Þorbergur Egilsson var vélstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 Einar var hins vegar afar tvístígandi. Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars, segist aðspurð hafa verið uggandi yfir væntanlegri ferð. Mér leist ekkert of vel á þetta; þetta var langt og maður þekkti þetta ekki. Þetta var svona svolítið fjarri manni. Maður var búinn að heyra um að það væru sjóræningjar að fara í skip á þessum tíma, það var svona ýmislegt sem maður var hræddur við. Einar hafði aldrei farið svona langt áður, hann var bara alltaf mest í kringum landið og eitthvað styttra. Þannig að þetta var pínu kvíðavaldandi, ég verð að segja það.“ „Rosalega hræddur“ Bátnum var svo rúllað áfram til Kanaríeyja. Einar og Þorbergur voru að koma að landi í Dakar í Senegal og Einar vildi fara strax inn í höfn. „Ég fylgi þarna inn flutningaskipi og þeir kalla í mig frá höfnunum og segja mér að varpa akkerinu þarna fyrir utan. Ég var ekki alveg tilbúinn í það, heldur fylgdi flutningaskipinu inn og fer í raun þarna inn í óleyfi.“ Einar og Þorbergur komu síðan að bryggju og lögðu bátnum. Þeir voru orðnir dauðþreyttir. Þeir lögðust til svefns í kojum, naktir, enda var 40 stiga hiti þar inni. Klefi Einars var fyrir aftan brúna og hann þorði ekki út. „Síðan um nóttina þá er hurðinni smellt upp hjá mér og inn koma hermenn. Og þeir ræna öllu sem við vorum með, við vorum þarna með sígarettur og áfengi og fullt af mat og annað. Þeir rændu því öllu saman. Þeir voru þarna sjö eða átta sem komu um borð,“ rifjar Einar upp. „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir," segir Einar í lokaþætti Útkalls.Stöð 2 Hann bætir við að hann hafi ekki verið tilbúinn til að vera sigraður þarna á þessari stundu- en hann hafi engu að síður liðið skelfilega illa, enda hafi ræningjarnir verið með alvæpni. „Ég var rosalega hræddur.“ Einar og Þorbergur voru með ískylfur um borð, til að berja ís á bátnum á Íslandi. „Þeir héldu að þetta væri vopn og að ég ætlaði að berja þá, enda var ég alveg meðhöndlaður þannig. Svo fara þeir með allt góssið, moka öllu upp í flutningabíl.“ Einar sat eftir í klefanum, ringlaður, og vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Um sex leytið um morguninn fór hann af stað og labbaði upp á hafnarskrifstofu sem var skammt frá. „Ég fór bara einn, ég fór illa með vin minn og félaga. Ég skildi hann eftir einan um borð, sem var rosalega ljótt af mér. Ég áttaði mig náttúrulega ekkert á því í rauninni hvernig hann hugsaði.“ Þegar Einar kom upp á hafnarskrifstofuna fékk hann að tala við hafnarstjórann- og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sá tvo af ræningjunum þegar hann leit út um gluggann. „Hafnarstjórinn hann lætur kalla í þá og þá byrja þeir að segja að ég sé að ljúga.“ Sem betur fer trúði hafnarstjórinn frásögn Einars og voru mennirnir að hans sögn háttaðir og reknir á staðnum. Einari var svo keyrt um borð og eftir smá tíma kom flutningabíll með allt góssið- og rúmlega það. „En það sem ég áttaði mig ekkert á þegar ég kom um borð var að Beggi var náttúrulega mjög hræddur. Hann var ekki mjög sleipur í enskunni og við vorum ekki með neinn „agent“ þarna, við vorum bara tveir. Hann var rosalega skelkaður og hélt að það hefði eitthvað komið fyrir mig. Það var rosalegt ljótt af mér að gera þetta, þetta var bara hugsunarleysi.“ Einar segir að á þessum tímapunkti hafi hann verið ákveðinn í að fara heim. „Númer eitt, þá var ekki búið að standa við greiðslur og númer tvö þá voru bara svo margar viðvörunarbjöllur á leiðinni. Löngunin til að halda áfram var engin. Við vorum búnir að að vera í einhverja daga þarna inni þegar við fórum aftur af stað.“ Einar lýsir því hvernig honum tókst á einhvern hátt að halda ró sinni í þessum sturluðu aðstæðum.Stöð 2 Taldi fullvíst að dagar sínir væru taldir Nokkrum dögum seinna var báturinn kominn sunnan við Grænhöfðaeyjar. Einar hafði fengið fyrirmæli um að fara ekki nær en sextíu mílur frá landi, vegna hættu á árás sjónræningja. Um nóttina var Einar vakinn upp af Filippo, stýrimanninum. Filippo var logandi hræddur. „Hann segir mér að það sé skip að leggjast utan á okkur. Ég hleyp upp og þegar ég kem upp í brú þá er skip sem var dálítið stærra en okkar búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar.“ Þorbergur rifjar upp atburðarásina. „Ég vissi alveg hvað myndi gerast ef þeir kæmu um borð, þeir myndu hirða allt af okkur, olíu, mat og annað, og við mættum bara þakka fyrir ef þeir myndu ekki gera eitthvað meira.“ Aðspurður segist Einar hafa séð fjóra menn. „En ég var ekkert að horfa á þá, það eina sem ég hugsaði var hvað ég gæti gert til að bjarga okkur. Þeir ætluðu sér bara að koma um borð, þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur.“ Þetta voru bara „pjúra“ sjóræningjar. Aðspurður um hvað fór í gegnum hugsa hans á þessari stundu svarar Einar: „Ég, saklaus sveitastrákur, ég var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Ég fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni, hún fæddist rétt áður en ég fór af stað. Mér fannst ég ekki geta geta gert þeim það að fara þarna, af því að þessi ferð hafi ekkert verið í okkar plönum,” segir hann og bætir við að hann hafi þrátt fyrir allt náð að halda ró. Einar lenti síðan í átökum við einn af sjóræningunum. „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ toggálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum. Og þegar ég er búinn að slá hann utan í, þá eiginlega gafst hann upp en þá var ég líka hættur að sjá í land.“ Traustur klettur Eftir mikla eftirför tókst Einari og félögum hans að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari. „Ég var kominn einhverjar 62 eða 63 mílur frá landi, þá kom sjokkið. Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið, ég gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta og adrenalínið flæddi bara út úr mér. Ég hafði enga stjórn á líkamanum, sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ „Þetta var svolítið svona „spúkí,“ rifjar Þorbergur upp. „En svo gáfust þeir upp á að elta okkur og við héldum bara lengra út á haf.“ Einar bætir við á öðrum stað í þættinum að hann sé þakklátur fyrir að hafa haft Þorberg með sér í þessari ferð. Ég hefði aldrei getað gert þetta með einhverjum öðrum. Hann náttúrulega þekkti mig mjög vel, og ég hann. Hann var traustur klettur. „Ég hélt síðan suður fyrir Cape Verde og sigldi bara inn með góðan „distance“ frá landi. Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þarna væru okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Hvorugur okkar sagði neitt, við horfðum bara á hvorn annan og lásum hvorn annan. Við vorum bara með fókusinn á þetta, hann hljóp niður í vél og gaf mér fullt afl. Við vorum bara saman í þessu.“ Hittu varaforseta Kamerún Siglingin niður undir Nígeríu gekk síðan mjög vel að sögn Einars. „Við fórum suður fyrir eyjuna, það það er lítil eyja þar fyrir utan. Við fórum inn og þegar kallaði í þá í höfninni í Duala þá fengum við að vita það að þeir voru búnir að ákveða það að við hefðum aldrei komist, við hefðum farist í hafi. Það var búið að tilkynna hafnarstjóranum að við kæmum örugglega aldrei, við hefðum örugglega farið í hafið. Í Kamerún fengu Einar og félagar hans höfðinglegar móttökur; kamerúnska ríkisstjórnin hélt þeim heljarinnar veislu og þeir hittu varaforsetann. Það var vel tekið á móti Einari og félögum hans í Kamerún.Stöð 2 „En við höfðum ekkert getað sent nein skilaboð heim, til að láta vita að við værum hólpnir. Fjölskyldur okkar heima voru viti sínu fjær af hræðslu, þau vissu ekkert af okkur og höfðu ekkert heyrt af okkur,” segir Einar en eftir tæpa vikudvöl í Kamerún tókst honum að finna eldgamla símaskrá og fann þar faxnúmer hjá Runólfi Hallsyni, útgerðarmanni á Græneyjum. Hann gat látið Runólf vita að þeir væru komnir til Kamerún, þeir gætu ekki hringt úr landinu, en það væri hægt að hringja í þá á ákveðnum tímum sólarhringsins. Það leið síðan önnur vika þar til Sigríði, tókst með aðstoð dóttur sinnar og Einars að ná sambandi við eiginmann sinn – sem tjáði henni að henni væri staddur í stórri marmarahöll í Kamerún, og væri óviss um hvenær hann kæmist heim. Sigríður beið í heilan mánuð án þess að vita nokkuð um afdrif Einars.Stöð 2 Einar sagði konu sinni ekki frá því sem hefði gengið á, að vopnaðir sjóræningjar hefðu gert árás á bátinn. „Hann sagði mér það þegar hann kom heim. Ég held að hann hafi ekki viljað hræða okkur, “segir hún. „Þegar við ætluðum síðan að fara að fara heim, þá biður hann um passana okkar. Þannig að okkur var haldið í gíslingu þarna,“ segir Einar. Breytt viðhorf til lífsins Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín. Það var eftir þrábeiðni Einars. Tveimur vikum eftir komuna til Kamerún flugu þeir heim til Íslands. Sigríður lýsir því hvernig hún varð vör við breytingar á manni sínum eftir að heim var komið. „Þeir voru báðir svolítið þungir eftir að koma heim, fannst mér. Ég og konan hans Begga, við töluðum báðar um það. Þeir voru svolítið daufir og þungir lengi og sögðu lítið; það var eins og þeir hefðu orðið fyrir einhverju pínu áfalli,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki verið fyrr en seinna að hún fékk að vita hvað hefði raunverulega átt sér stað hjá þeim félögum í þessari ferð. Þessi lífsreynsla hafði gífurleg áhrif á andlegu hliðina hjá þeim Einari og Þorbergi.Stöð 2 Einar lýsir því hvernig viðhorf hans til lífsins breyttist eftir þessa örlagaríku ferð. „Maður náttúrulega mat lífið miklu meira, maður mat svo miklu meira allt sem maður hafði og maður sá hvað við höfum það gott hér- miðað við allt annað sem maður sá í þessari ferð.“ Útkall Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Sjá meira
Í lokaþætti Útkalls er rætt við Einar, auk þess sem rætt er við Þorberg Egilsson sem var vélstjóri á bátnum. Þá er rætt við Sigríði Ólafsdóttur, eiginkonu Einars, sem heyrði ekkert í sínum manni í heilan mánuð. Þáttinn má sjá hér: Einskær tilviljun Í þættinum rifjar Einar upp þessa ótrúlegu atburði. Á þessum tíma var hann hættur að sigla og það var í raun einskær tilviljun að hann tók að sér að sigla þrjátíu ára gömlum vertíðarbát frá Bolungarvík alla leið til Kamerún. Varaforseti ríkisins hafði keypt bátinn. Fyrrverandi útgerðarmaður kom að máli við Einar og spurði hvort hann væri til í að sigla bátnum niður eftir. „Ég hafði engan áhuga á því, en svo samdist okkur seinna um kvöldið eða nóttina að ég færi. En ég sagðist ekki vilja fara nema vélstjórinn kæmi með mér, en hann var reddari hjá útgerðinni fyrir vestan.“ Umræddur vélstjóri var Þorbergur Egilsson frá Bolungarvík. Aðspurður um hvernig hefði litist á það á sínum tíma að halda í þessi svaðilför segist Þorbergur í raun ekkert hafa spáð í það. „Ég tók bara að mér verkefnið og við fórum bara af stað.“ Þorbergur Egilsson var vélstjóri í þessari örlagaríku ferð.Stöð 2 Einar var hins vegar afar tvístígandi. Sigríður Ólafsdóttir, eiginkona Einars, segist aðspurð hafa verið uggandi yfir væntanlegri ferð. Mér leist ekkert of vel á þetta; þetta var langt og maður þekkti þetta ekki. Þetta var svona svolítið fjarri manni. Maður var búinn að heyra um að það væru sjóræningjar að fara í skip á þessum tíma, það var svona ýmislegt sem maður var hræddur við. Einar hafði aldrei farið svona langt áður, hann var bara alltaf mest í kringum landið og eitthvað styttra. Þannig að þetta var pínu kvíðavaldandi, ég verð að segja það.“ „Rosalega hræddur“ Bátnum var svo rúllað áfram til Kanaríeyja. Einar og Þorbergur voru að koma að landi í Dakar í Senegal og Einar vildi fara strax inn í höfn. „Ég fylgi þarna inn flutningaskipi og þeir kalla í mig frá höfnunum og segja mér að varpa akkerinu þarna fyrir utan. Ég var ekki alveg tilbúinn í það, heldur fylgdi flutningaskipinu inn og fer í raun þarna inn í óleyfi.“ Einar og Þorbergur komu síðan að bryggju og lögðu bátnum. Þeir voru orðnir dauðþreyttir. Þeir lögðust til svefns í kojum, naktir, enda var 40 stiga hiti þar inni. Klefi Einars var fyrir aftan brúna og hann þorði ekki út. „Síðan um nóttina þá er hurðinni smellt upp hjá mér og inn koma hermenn. Og þeir ræna öllu sem við vorum með, við vorum þarna með sígarettur og áfengi og fullt af mat og annað. Þeir rændu því öllu saman. Þeir voru þarna sjö eða átta sem komu um borð,“ rifjar Einar upp. „Ég, saklaus sveitastrákur, var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir," segir Einar í lokaþætti Útkalls.Stöð 2 Hann bætir við að hann hafi ekki verið tilbúinn til að vera sigraður þarna á þessari stundu- en hann hafi engu að síður liðið skelfilega illa, enda hafi ræningjarnir verið með alvæpni. „Ég var rosalega hræddur.“ Einar og Þorbergur voru með ískylfur um borð, til að berja ís á bátnum á Íslandi. „Þeir héldu að þetta væri vopn og að ég ætlaði að berja þá, enda var ég alveg meðhöndlaður þannig. Svo fara þeir með allt góssið, moka öllu upp í flutningabíl.“ Einar sat eftir í klefanum, ringlaður, og vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Um sex leytið um morguninn fór hann af stað og labbaði upp á hafnarskrifstofu sem var skammt frá. „Ég fór bara einn, ég fór illa með vin minn og félaga. Ég skildi hann eftir einan um borð, sem var rosalega ljótt af mér. Ég áttaði mig náttúrulega ekkert á því í rauninni hvernig hann hugsaði.“ Þegar Einar kom upp á hafnarskrifstofuna fékk hann að tala við hafnarstjórann- og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sá tvo af ræningjunum þegar hann leit út um gluggann. „Hafnarstjórinn hann lætur kalla í þá og þá byrja þeir að segja að ég sé að ljúga.“ Sem betur fer trúði hafnarstjórinn frásögn Einars og voru mennirnir að hans sögn háttaðir og reknir á staðnum. Einari var svo keyrt um borð og eftir smá tíma kom flutningabíll með allt góssið- og rúmlega það. „En það sem ég áttaði mig ekkert á þegar ég kom um borð var að Beggi var náttúrulega mjög hræddur. Hann var ekki mjög sleipur í enskunni og við vorum ekki með neinn „agent“ þarna, við vorum bara tveir. Hann var rosalega skelkaður og hélt að það hefði eitthvað komið fyrir mig. Það var rosalegt ljótt af mér að gera þetta, þetta var bara hugsunarleysi.“ Einar segir að á þessum tímapunkti hafi hann verið ákveðinn í að fara heim. „Númer eitt, þá var ekki búið að standa við greiðslur og númer tvö þá voru bara svo margar viðvörunarbjöllur á leiðinni. Löngunin til að halda áfram var engin. Við vorum búnir að að vera í einhverja daga þarna inni þegar við fórum aftur af stað.“ Einar lýsir því hvernig honum tókst á einhvern hátt að halda ró sinni í þessum sturluðu aðstæðum.Stöð 2 Taldi fullvíst að dagar sínir væru taldir Nokkrum dögum seinna var báturinn kominn sunnan við Grænhöfðaeyjar. Einar hafði fengið fyrirmæli um að fara ekki nær en sextíu mílur frá landi, vegna hættu á árás sjónræningja. Um nóttina var Einar vakinn upp af Filippo, stýrimanninum. Filippo var logandi hræddur. „Hann segir mér að það sé skip að leggjast utan á okkur. Ég hleyp upp og þegar ég kem upp í brú þá er skip sem var dálítið stærra en okkar búið að manna kaðla til að sveifla sér yfir til okkar.“ Þorbergur rifjar upp atburðarásina. „Ég vissi alveg hvað myndi gerast ef þeir kæmu um borð, þeir myndu hirða allt af okkur, olíu, mat og annað, og við mættum bara þakka fyrir ef þeir myndu ekki gera eitthvað meira.“ Aðspurður segist Einar hafa séð fjóra menn. „En ég var ekkert að horfa á þá, það eina sem ég hugsaði var hvað ég gæti gert til að bjarga okkur. Þeir ætluðu sér bara að koma um borð, þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur.“ Þetta voru bara „pjúra“ sjóræningjar. Aðspurður um hvað fór í gegnum hugsa hans á þessari stundu svarar Einar: „Ég, saklaus sveitastrákur, ég var alveg búinn að sætta mig við að dagar mínir væru taldir. Ég fór að hugsa um skuldirnar heima, konuna og nýja barnabarnið sem ég var búinn að sjá einu sinni, hún fæddist rétt áður en ég fór af stað. Mér fannst ég ekki geta geta gert þeim það að fara þarna, af því að þessi ferð hafi ekkert verið í okkar plönum,” segir hann og bætir við að hann hafi þrátt fyrir allt náð að halda ró. Einar lenti síðan í átökum við einn af sjóræningunum. „Þarna fórum við hring eftir hring og hann eltir okkur og verður alltaf aggressívari. Það endar með að ég slæ toggálganum í hann – sterkasta partinum af bátnum mínum. Og þegar ég er búinn að slá hann utan í, þá eiginlega gafst hann upp en þá var ég líka hættur að sjá í land.“ Traustur klettur Eftir mikla eftirför tókst Einari og félögum hans að flýja undan sjóræningjaskipinu. En þá kom áfallið hjá Einari. „Ég var kominn einhverjar 62 eða 63 mílur frá landi, þá kom sjokkið. Ég gat ekki setið, ég gat ekki staðið, ég gat ekki haldið á kaffibolla. Ég fékk rosalegan skjálfta og adrenalínið flæddi bara út úr mér. Ég hafði enga stjórn á líkamanum, sjokkið var það mikið. Ég var svona í nokkra klukkutíma.“ „Þetta var svolítið svona „spúkí,“ rifjar Þorbergur upp. „En svo gáfust þeir upp á að elta okkur og við héldum bara lengra út á haf.“ Einar bætir við á öðrum stað í þættinum að hann sé þakklátur fyrir að hafa haft Þorberg með sér í þessari ferð. Ég hefði aldrei getað gert þetta með einhverjum öðrum. Hann náttúrulega þekkti mig mjög vel, og ég hann. Hann var traustur klettur. „Ég hélt síðan suður fyrir Cape Verde og sigldi bara inn með góðan „distance“ frá landi. Við vorum báðir búnir að gera okkur grein fyrir því að þarna væru okkar síðustu dagar, síðustu stundir. Hvorugur okkar sagði neitt, við horfðum bara á hvorn annan og lásum hvorn annan. Við vorum bara með fókusinn á þetta, hann hljóp niður í vél og gaf mér fullt afl. Við vorum bara saman í þessu.“ Hittu varaforseta Kamerún Siglingin niður undir Nígeríu gekk síðan mjög vel að sögn Einars. „Við fórum suður fyrir eyjuna, það það er lítil eyja þar fyrir utan. Við fórum inn og þegar kallaði í þá í höfninni í Duala þá fengum við að vita það að þeir voru búnir að ákveða það að við hefðum aldrei komist, við hefðum farist í hafi. Það var búið að tilkynna hafnarstjóranum að við kæmum örugglega aldrei, við hefðum örugglega farið í hafið. Í Kamerún fengu Einar og félagar hans höfðinglegar móttökur; kamerúnska ríkisstjórnin hélt þeim heljarinnar veislu og þeir hittu varaforsetann. Það var vel tekið á móti Einari og félögum hans í Kamerún.Stöð 2 „En við höfðum ekkert getað sent nein skilaboð heim, til að láta vita að við værum hólpnir. Fjölskyldur okkar heima voru viti sínu fjær af hræðslu, þau vissu ekkert af okkur og höfðu ekkert heyrt af okkur,” segir Einar en eftir tæpa vikudvöl í Kamerún tókst honum að finna eldgamla símaskrá og fann þar faxnúmer hjá Runólfi Hallsyni, útgerðarmanni á Græneyjum. Hann gat látið Runólf vita að þeir væru komnir til Kamerún, þeir gætu ekki hringt úr landinu, en það væri hægt að hringja í þá á ákveðnum tímum sólarhringsins. Það leið síðan önnur vika þar til Sigríði, tókst með aðstoð dóttur sinnar og Einars að ná sambandi við eiginmann sinn – sem tjáði henni að henni væri staddur í stórri marmarahöll í Kamerún, og væri óviss um hvenær hann kæmist heim. Sigríður beið í heilan mánuð án þess að vita nokkuð um afdrif Einars.Stöð 2 Einar sagði konu sinni ekki frá því sem hefði gengið á, að vopnaðir sjóræningjar hefðu gert árás á bátinn. „Hann sagði mér það þegar hann kom heim. Ég held að hann hafi ekki viljað hræða okkur, “segir hún. „Þegar við ætluðum síðan að fara að fara heim, þá biður hann um passana okkar. Þannig að okkur var haldið í gíslingu þarna,“ segir Einar. Breytt viðhorf til lífsins Ferðin endaði með því að þeir voru kyrrsettir í tvær vikur í Kamerún áður en varaforseti landsins, sem keypti bátinn, afhenti þeim vegabréfin sín. Það var eftir þrábeiðni Einars. Tveimur vikum eftir komuna til Kamerún flugu þeir heim til Íslands. Sigríður lýsir því hvernig hún varð vör við breytingar á manni sínum eftir að heim var komið. „Þeir voru báðir svolítið þungir eftir að koma heim, fannst mér. Ég og konan hans Begga, við töluðum báðar um það. Þeir voru svolítið daufir og þungir lengi og sögðu lítið; það var eins og þeir hefðu orðið fyrir einhverju pínu áfalli,“ segir hún og bætir við að það hafi ekki verið fyrr en seinna að hún fékk að vita hvað hefði raunverulega átt sér stað hjá þeim félögum í þessari ferð. Þessi lífsreynsla hafði gífurleg áhrif á andlegu hliðina hjá þeim Einari og Þorbergi.Stöð 2 Einar lýsir því hvernig viðhorf hans til lífsins breyttist eftir þessa örlagaríku ferð. „Maður náttúrulega mat lífið miklu meira, maður mat svo miklu meira allt sem maður hafði og maður sá hvað við höfum það gott hér- miðað við allt annað sem maður sá í þessari ferð.“
Útkall Mest lesið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Lífið Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Sjá meira