Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 18:42 Helga Reynisdóttir ljósmóðir aðstoðaði við að velja vörur í boxin. Bónus Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hefur hleypt af stokkunum til að styðja við bakið á barnafjölskyldum og létta þeim lífið í þessum nýja kafla lífsins. „Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“ Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
„Barnabónus er veglegur upphafspakki með nauðsynlegum vörum sem ættu að nýtast vel hinu nýfædda barni og foreldrum þess á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu,“ segir Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þar kemur fram að verkefnið sé að finnskri hugmynd og gangi út á það að öll börn eigi rétt á að fá sömu tækifæri. „Hugmyndin að Barnabónus kemur upprunalega frá Finnlandi en Barnaboxið þar í landi hefur verið eitt af þekktustu og áhrifaríkustu félagslegu verkefnum Finna frá því fyrir miðja 20. öld,“ útskýrir Björgvin. Finnska ríkið kom Barnaboxinu á fót árið 1938 til að styðja við nýja foreldra og draga úr fátækt sem þá var útbreidd í landinu. Gjöfin átti að tryggja að foreldrar nýfæddra barna hefðu aðgang að nauðsynlegum vörum og búnaði og að öll börn fengju sömu tækifæri í upphafi, óháð efnahag foreldranna. Vörur fyrir bæði barn og foreldra eru í boxinu.Bónus „Okkar Barnabónus er hugmynd af svipuðum toga, því okkur er annt um viðskiptavini og velferð þeirra. Við vonum að vörurnar í kassanum komi sér vel, en þær eru valdar í samvinnu við fagfólk,“ segir Björgvin. Vörur fyrir barn fyrst eftir fæðingu Í tilkynningu kemur fram að Bónus hafi notið leiðsagnar Helgu Reynisdóttur ljósmóður við val á vörum. „Í boxinu verða vörur fyrir barnið en þessi tími, fyrst eftir fæðingu, er tími breytinga, undra og uppgötvana,“ segir Helga. Því sé mikilvægt fyrir foreldra að þau séu í jafnvægi og sinni vel sinni andlegu og líkamlegu heilsu. „Svona gjöf er stór liður í því að auka vellíðan á þessum tíma og létta á fjárhagsáhyggjum hjá nýbökuðum foreldrum,“ segir Helga. Í Barnabónus er til dæmis að finna ungbarnagalla, bleiur, blautþurrkur, tannbursta og tannkrem, dömubindi, snuð, krem, andlitskrem fyrir móðurina, lekahlífar, Milt þvottaefni, og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við að koma vörum í box. Bónus Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á bonus.is/barnabonus til að fá úthlutað Barnabónus. „Það er mikil vinna sem liggur að baki svona verkefni,“ útskýrir Björgvin en Bónus naut aðstoðar fjölda sjálfboðaliða sem gefa vinnu sína til styrktar samtökunum Gleym mér ei en það eru samtök sem styðja við fólk sem missa á meðgöngu. „Ein af lykilstoðum verkefnisins er að styðja við öll börn í landinu og því teljum við mikilvægt að styðja við bakið á öllum foreldrum og það er heiður að styrkja félag eins og Gleym mér ei,” segir verkefnastjóri verkefnisins, Pétur Sigurðsson. „Allt í allt gerum við ráð fyrir að gefa 5.000 Barnabónusbox á þessu ári, samtals að andvirði að minnsta kosti 150 milljóna króna,“ segir Björgvin. „Vonandi verða gjafirnar mikil búbót fyrir fjölskyldur á þessum tímamótum í lífi þeirra og létta undir með þeim, en eins og við vitum öll þá fylgir því ærinn kostnaður að eignast barn.“
Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Efnahagsmál Matvöruverslun Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira