Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 08:02 Tone og Gjert Ingebrigtsen eiga sjö börn. Hann er sakaður um að hafa beitt tvö þeirra, Jakob og Ingrid, ofbeldi. Tone hefur staðið þétt við bakið á sínum manni. Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur.
Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira