Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar 10. apríl 2025 09:31 Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vofa fer um Evrópu. Vofa illsku, vofa ómennsku, vofan fyrirlitningar, vofa grimmdar, vofa tilfinningaleysis gagnvart þeim sem ofbeldi eru beittir. Þetta eru ekki einu sinni ýkjur. Fólki er slátrað; konum og börnum jafnvel í meira mæli en karlmönnum. Sjúkrahús eru eyðilögð með sprengjuárásum, skólum líka og tjaldbúðum þeirra sem flúið hafa árásirnar. Blaðamenn markvisst stráfelldir; þeir sem skýrt hafa umheiminum frá þeim hörmungum sem eru að gerast og hafa verið að gerast undanfarin tvö ár. Sjúkraliðar drepnir í hrönnum við að reyna að bjarga mannslífum. Skipulega komð í veg fyrir að neyðarhjálp berist þeim sem þjást. En leiðtogar Evrópu leggja með þögn sinni blessun sína yfir ódæðið, ómennskuna, illskuna. Þeir sem ekki geta á heilum sér tekið vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mannfallinu og eyðileggingunni sem af henni hefur hlotist, þeir láta sem ekkert sé. Þyrpast jafnvel til að hrista blóðstokknar hendur fjöldamorðingjanna og faðma þá að sér blóði drifna. Og heita þeim stuðningi. Fyrsta verk nýs forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins var að senda utanríkisráðherra sinn til Ísrael að knúsa blóðugan Netanjahú. Einhverjum kann að finnast þessi uppsetning í dramatískara lagi. En þetta er sú mynd sem blasir við. Svo óskiljanlegt sem það kann að virðast þeim sem trúa á hið góða í mannskepnunni. Ég efast ekki um að leiðtogar „hins frjálsa heims“ telja sig gott fólk, jafnvel mannvini. Þyki vænt um börnin sín og barnabörnin, klappi hundunum sínum og knúsi heimilisköttinn. En af einhverjum ástæðum leggja þeir blessun sína yfir morð á saklausum almenningi í Palestínu, endalausar sprengjuárásir sem leiða ólýsanlegar þjáningar yfir þjóð sem ekki hefur annað til saka unnið en að hafa búið í landinu sínu í árþúsundir, í friði og spekt. Engin mótmæli vegna fjöldamorða, engin mótmæli vegna allra þeirra voðaverka sem unnin eru á degi hverjum í Palestínu af fólki sem á engan þegnrétt í landinu. Sárast er að hér á Íslandi heyrist ekkert. Enginn leiðtogi hvetur til þess að Ísrael sæti viðurlögum á borð við útilokanir frá íþróttamótum heimsins og menningarviðburðum á heimsmælikvarða. Eins og t.d. Evróvisjón og heimskeppnum. Það stóð ekki á viðbrögðunum gagnvart Rússum; þeir voru útilokaðir frá nánast öllum slíkum viðburðum eftir að þeir gerðu innrás í Úkraínu. Hvað er svona miklu betra við þjóðarmorð Ísraels en innrásina í Úkraínu? Höfundur er setjari og framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun