Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:00 Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Kópavogur Píratar Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sínum, „Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs“, lýsir bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, yfir ánægju með hagræðingaraðgerðir sínar sem hún stillir fram sem viðbragð við nýlegum kjarasamningum kennara. Þar er lögð áhersla á að fjármunum sé forgangsraðað í þágu barna. Hún skautar þó fimlega framhjá þeirri staðreynd að í þessari svokölluðu forgangsröðun felst meðal annars veruleg hækkun á gjöldum fyrir sumarnámskeið barna í okkar meinta barnvæna sveitarfélagi. Gjald fyrir hefðbundin frístundanámskeið hækkar í sumar um 53% frá því í fyrra. Gjald fyrir smíðanámskeið – þar sem börn fá að smíða sína eigin kofa – hækkar um allt að 105%. Já, þú last rétt: Það mun kosta rúmlega tvöfalt meira fyrir börn að smíða sér kofa í sumar en það gerði í fyrra. Réttlæting bæjarstjóra er sú að námskeiðin séu enn ódýrari en þau sem íþróttafélögin bjóða upp á. Það er rétt, og fyrir margar fjölskyldur eru þessi námskeið ekki bara ódýrari valkostur – þau eru eini raunverulegi möguleikinn fyrir þau til að bjóða börnum sínum upp á að sækja sumarnámskeið. Þessi hækkun er nýjasta dæmið í röð aðgerða sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum í Kópavogi. Á kjörtímabilinu hafa meirihlutaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, þegar hækkað leikskólagjöld um 30% fyrir 8 klukkustunda vistun. Í barnvænu samfélagi er það grundvallarregla að meta áhrif allra ákvarðana á börn. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar höfnuðu því að vísa tillögunni til umsagnar Ungmennaráðs Kópavogs. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í Kópavogi, og þessi tillaga snertir þá hagsmuni með afgerandi hætti. Kópavogsbær ber jafnframt ábyrgð sem barnvænt sveitarfélag. Áður en ákvarðanir sem varða börn eru teknar, á að meta áhrif þeirra á börn og það sem barni er fyrir bestu á alltaf að hafa forgang. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif slík gjaldskrárhækkun hefur á börn í Kópavogi - Gæti hún útilokað börn úr tekjulægri fjölskyldum frá þátttöku í sumarstarfi? Takmarkar hún aðgengi barna að frístundum, sem eru lykilþáttur í félagsfærni, öryggi og vellíðan barna? Það er því í besta falli villandi hjá bæjarstjóra að tala um aðgerðir í þágu barna. Börnin eru í raun að borga fyrir hagræðinguna. Ég fordæmi þessar hækkanir og tel þær bæði óréttlátar og skammarlegar. Þetta er ekki forgangsröðun í þágu barna – þetta er forgangsröðun á kostnað þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun