Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 11:45 Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun