Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2025 15:26 Mál Péturs Jökuls Jónassonar tengist stóra kókaínmálinu svokallaða. Vísir Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu frá Brasilíu. Sendingin var stöðvuð í Rotterdam Hollandi og efnunum skipt út fyrir gerviefni. Síðan voru fjórir menn handteknir, en þeir játuðu sök og voru allir sakfelldir fyrir sinn þátt áður en Pétur Jökull var handtekinn. Þar var þyngsti dómurinn níu ára fangelsi en vægustu dómarnir fimm ára fangelsisrefsing. Það var síðan í upphafi síðasta árs sem Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Nokkrum dögum eftir að greint var frá því kom hann sjálfviljugur til Íslands og var handtekinn. Nokkrum mánuður seinna var hann ákærður og svo var réttað yfir honum. Ólíkt hinum mönnunum neitaði Pétur Jökull sök. Lykilvitni í máli Péturs Jökuls var Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm fyrir sinn hlut í málinu. Hann bar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og þvertók þá fyrir það að maður að nafni Pétur, sem hann hefði verið í miklum samskiptum við í tengslum við innflutninginn, væri Pétur Jökull. Saksóknari sagði hins vegar að ansi mörg gögn tengdu hann við málið, líkt og hljóðupptökur sem væri búið að raddgreina. Pétur Jökull væri einstaklega óheppinn maður væri það algjör tilviljun hversu margt tengdi hann við málið. Það var mat dómara í héraði að framburður Daða væri ótrúverðugur. Daði hefði alltaf verið undir aðra settur og verið sagt fyrir verkum þegar brotið var framið. Hann væri í viðkvæmri stöðu og væri í hættu á lenda í leiðinlegum eftirmálum myndi hann bera sakir á Pétur Jökul. Það var mat héraðsdóms að Pétur Jökull hefði verið aðalmaður við framningu brotsins og samverkamaður fjórmenninganna sem höfðu áður hlotið dóm. Við mat á refsingu í héraði var litið til sakaferils Péturs Jökuls, sem er 45 ára gamall, sem nær aftur til ársins 2007. Þar vægi þyngst tveggja ára fangelsisdómur fyrir innflutning á fíkniefnum árið 2010 og fimm mánaða fangelsisdómur ári síðar fyrir rán. Landsréttur staðfesti dóminn úr héraði. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem Pétur Jökull hefur sætt við meðferð málsins. Hann þarf að greiða allan málskostnað, upp á 5,5 milljónir króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40 Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20 Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Pétur Jökull dæmdur í átta ára fangelsi Pétur Jökull Jónasson var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu. Saksóknari segir dóminn í samræmi við það sem lagt var upp með. 29. ágúst 2024 11:40
Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. 16. ágúst 2024 14:20
Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. 12. ágúst 2024 10:35