Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 20:31 Landsréttur taldi það refsingu mæðgnanna ekki í samræmi við brotin. Vísir/Getty Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi. Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Í niðurstöðu Landsréttar kemur fram að mæðgunum hafi verið ákvörðuð refsing langt umfram það sem almennt tíðkaðist í félaginu. Alvarleiki brota mæðgnanna gæti ekki einn og sér skýrt þann mikla mun sem væri á þeim refsingum sem þeim hafði verið gert að sæta miðað við refsingar annarra félagsmanna. Landsréttur taldi því siðanefndina hvorki hafa gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga né meðalhófsreglu sem fjallað er um í reglum nefndarinnar. Ekki Landsréttar að ákveða refsingu Landsréttur segir það þó ekki á þeirra færi að ákvarða hæfilega refsingu handa mæðgunum og lét við sitja að fella úrskurð siðanefndarinnar úr gildi að því er varðaði viðurlög. Auk þess gerði Landsréttur Hundaræktunarfélagi Íslands að greiða mæðgunum miskabætur vegna birtingar nafna þeirra í bráðabirgðaúrskurði siðanefndarinnar. Fjallað var um úrskurð siðanefndarinnar á Vísi í janúar árið 2022. Þar kom fram að mæðgurnar hefðu verið með Schäferræktunina Gjósku. Brot mæðgnanna hefðu verið að hafa skráð vísvitandi ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Það hafi haft þær afleiðingar að útgefnar ættbækur þriggja gota hafi verið efnislega rangar. Siðanefndin mat það svo að með því hafi mæðgurnar brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað sem ræktendur, skaðað ættbók félagsins, unnið gegn því og valdið félaginu skaða. Þá hafi þær brotið gegn skyldum sínum sem ræktendur með því að hafa ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í lífsýnatöku til sönnunar á ætterni, sem fram fór að kröfu félagsins. Þá hafi þær gerst sekar um fölsun og kosningasvindl með því að hafa tilkynnt til félagsins eigendaskipti á tík úr ræktun sinni. Tíkin hafi hins vegar verið aflífuð ári áður og tilgangur fölsunarinnar sú að veita sambýlismanni dótturinnar kjörgengi og atkvæðisrétt á aðalfundi Schäferdeildar félagsins, sem hann átti ekki rétt til samkvæmt reglum félagsins. Þær hafi sömuleiðis gerst brotlega með því að para rakka við tík, sem ekki var ættbókarfærð hjá HRFÍ. Siðanefnd mat það svo að alvarleiki brota mæðgnanna og einbeittur ásetningur þeirra til að brjóta lög félagsins og torvelda rannsókn félagsins hafi átt að varða brottvísun og útilokun úr starfi félagsins að fullu. Landsréttur hefur nú fellt þennan úrskurð siðanefndar úr gildi.
Dómsmál Hundar Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Félagasamtök Tengdar fréttir Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Schäfer-ræktunar mæðgur reyna aftur að hnekkja úrskurði siðanefndar Mál mæðgnanna í Schäfer-hunda ræktuninni Gjósku gegn Hundaræktunarfélagi Íslands (HRFÍ) er enn á ný komið til héraðsdóms. Krefjast þær að úrskurði um fimmtán ára bann verði hnekkt. 22. júní 2023 12:41
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent