„Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:25 Steinunn Björnsdóttir gat leyft sér að brosa út að eyrum í sínum síðasta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Vísir/Hulda Margrét Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. „Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
„Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira