„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:00 Ólafur Ólafsson var maður leiksins hjá Körfuboltakvöldi í gær og hlaut gjafabréf hjá Just Wingin' It. Stöð 2 Sport Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22