Bílastæðin fullbókuð um páskana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 15:45 Íslendingar á leið til útlanda og eru vanir að geyma bíla sína á vellinum þurfa að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að koma sér á Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Farþegar sem ætla að leggja bíl sínum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli um og fram yfir páskana er bent á að flest bílastæði við flugvöllinn eru nú fullbókuð yfir hátíðarnar, enda eru páskarnir ein stærsta ferðhelgi Íslendinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia. Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Ekki sé hægt að ganga að því vísu að hægt sé að bóka Almenn eða Betri stæði - þ.e. stæði á P1 og P3 - yfir alla páskana. Þá er fullbókað í Premium bílastæðaþjónustuna á KEF. Ekki er hægt að koma á bíl á völlinn núna og fá bílastæði nema að það hafi verið bókað fyrir fram. Takist ferðalöngum ekki að bóka stæði á þeim tíma sem þeir þurfa um páskana eru þeir hvattir til að kynna sér aðra samgöngumáta til og frá KEF. Má þar nefna ferðir með leigubílum, rútum eða strætisvögnum. Hér má finna upplýsingar um allar samgönguleiðir til og frá KEF. Hér má finna kort af bílastæðum við KEF og upplýsingar um samgönguþjónustu við flugstöðina. Farþegar eru hvattir til að mæta snemma í flug þar sem töluverð umferð er um Keflavíkurflugvöll nú um páskana. Farþegar eru einnig hvattir til að nota sjálfsafgreiðslustöðvar til að innrita sig í flug eftir því sem hægt er. Opnað er fyrir innritun í flug kl. 03:45 að morgni og öryggisleit er opnuð kl. 04:00. Forðast óþarfa aukakostnað Bílastæðakerfi KEF er með aðgangsstýringu sem les bílnúmer á bílum þegar ekið er inn á þau og út af þeim. Það á við bæði ef lagt er í einhverja daga eða þegar ekið er inn á stæðin um leið og farþegar eru sóttir eða þeim skutlað í flug. Gjaldfrjálst er á P1 stæðin í 15 mínútur en á P2 í hálftíma. Boðið er upp á fjölbreyttar greiðsluleiðir með bílastæðaforritum. Hægt er að greiða með Autopay og einnig með bílastæðaappinu Parka, auk þess sem sjálfsalar eru til staðar inni í flugstöðinni. Ef engin þessara greiðsluleiða er notuð kemur reikningur samkvæmt gjaldskrá í heimabanka bíleiganda. Farþegum er þó bent á að ef sú leið er valinn bætist 1.490 króna þjónustugjald ofan á bílastæðagjaldið og er fólki því bent á að forðast þennan aukakostnað með því að nýta aðrar þær greiðsluleiðir sem eru í boði. Hægt er að greiða á vef Autopay allt að tveimur sólahringum eftir að bílastæðið er yfirgefið og komast þannig hjá óþarfa kostnaði. Ef ökumaður er ekki fullviss um að gjaldskylda hafi skapast er hægt að slá inn bílnúmer á vef Autopay til að sjá hvort dvalið hafi verið fram yfir gjaldfrjálsan tíma á bílastæði þegar t.d. farþegi var sóttur. Þar kæmi þá fram rukkun og hve lengi var dvalið á bílastæðinu. Fimm mínútur í rennunni Þá minnir Isavia á gjaldtöku í svokallaðri rennu við brottfararinngang flugstöðvarinnar sem hófst í byrjun mars. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva bíl sinn þar í stutta stund til að hleypa út farþegum og losa farangur. Gjaldfrjálst er að stoppa þar í allt að fimm mínútur, en almenn nýting farþega á rennunni er undir þeim tímamörkum. Þurfi farþegar eða fólk sem er að sækja þá lengri tíma er bent á að hægt er að leggja gjaldfrjálst á P2 bílastæðunum komu megin við flugstöðina í hálftíma,“ segir í tilkynningu frá Isavia.
Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Isavia Bílastæði Páskar Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira