Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun