„Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 13. apríl 2025 21:35 Dagbjört Dögg Karlsdóttir er lykilmaður í liði Vals. vísir/Hulda Margrét Valur sendi Þórsara í sumarfrí í Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur með fimm stigum 75-70 og um leið 3-1 í seríu. „Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum. Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
„Mjög góð og léttir að þurfa ekki að fara aftur norður. Þetta var ekki fallegur sigur en þetta er svona einn af þeim sem að sigur er sigur. Ánægð með sigurinn en margt sem að við hefðum getað gert betur í dag fannst mér“ sagði Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals eftir sigurinn í kvöld. Valur byrjaði leikinn af krafti en missti svo svolítið tökin og Þór leiddi leikinn lengi vel. Það var aftur á móti góður endasprettur sem sigldi þessu heim fyrir Val. „Þegar við missum þetta þarna niður þá finnst mér það sérstaklega þarna varnarlega. Við erum að leyfa Maddie að gera alltof mikið þarna í teignum og tókum eitt leikhlé þarna þar sem Jamil bað okkur aðeins um að ýta henni meira út úr teignum og gera þetta aðeins erfðara og þegar við byrjuðum að gera það þá fannst mér við aðeins ná taktinum upp“ „Ég fæ þarna opið skot sem að ég set niður og þetta var svolítið meðbyrinn með okkur þarna þegar ég set þetta skot niður fannst mér. Small saman í vörninni og skotin fóru að detta“ Dagbjört Dögg setti niður mikilvægan þrist þegar langt var liðið inn í fjórða leikhluta sem að jafnaði leikinn og það virtist kveikja í Valsliðinu. „Það kemur alltaf svona „momentum“ með stemningsþristum og svo fannst mér stúkan frábær líka. Öll svona stemning og orka það fleytir okkur ansi langt“ Valur hafði betur í seríunni 3-1 og bíða nú bara eftir að fá að vita hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en hversu langt getur þetta Valslið farið? „Alla leið. Það er ekki spurning. Það er það sama með öll lið í þessari deild. Við sjáum bara að þessi lið sem eru komin áfram þau eru alveg búnar að vera í hörku leikjum fyrir utan kannski Keflavík, þær fóru svona frekar léttilega með Tindastól en það getur allt gerst í þessu og við getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ sagði Dagbjört Dögg að lokum.
Valur Bónus-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira