Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar 14. apríl 2025 09:03 Ef það er hægriöfgaskoðun að telja að það sé ekki í lagi að hér á landi séu á þriðja hundruð ólöglegra hælisleitenda sem eru búnir að fá höfnun fyrir landvistarleyfi og neita að fara. Ef það telst vera hægriöfgaskoðun að það eigi að uppræta erlenda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi af alvöru og framkvæma það í verki en ekki bara að tala um það þá viðurkenni ég það fúslega að ég er hægriöfgamaður. „Það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér erlenda glæpamenn,“ Þetta er haft eftir lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Úlfari Lúðvíkssyni, í viðtali á mbl. 08.04.2025. Hætta er á svokölluðum „hægriöfgahryðjuverkum“ Byrjum á ólöglegum hælisleitendum, fórum svo í skipulagða glæpastarfsemi og getuleysi íslenskra stjórnvalda í þeim málaflokki og það hjákátlega að halda því fram, eins og kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra, að helsta hættan fyrir hryðjuverkum hér á landi stafi af hægriöfgamönnum. Þessa þvælu kaupi ég ekki og það er mín skoðun að það sé verið að slá ryki í augu almennings að halda slíku fram. Það hafa ekki verið hægri öfgamenn sem hafa verið að fremja hérna alvarlega ofbeldisglæpi að undanförnu eða að hasla sér völl á íslenskum fíkniefnamarkaði eða koma að skipulögðum glæpum. Það væri nær að setja púður í það að herja á þessa ólöglegu hælisleitendur og koma þeim úr landi, það myndi alla vegana draga úr hættu á svokallaðri „hryðjuverkaárás frá hægriöfgamönnum“ Jæja, snúum okkur að hælisleitendum. Við eigum ekki að sýna neitt umburðarlyndi fyrir því að hér sé fólk ólöglega í landinu og allra síst þegar við skattgreiðendur þurfum að borga fyrir það. Þetta fólk á að fara strax úr landi. Vandamálið er að hér á landi hefur skapast atvinnuiðnaður sem hefur tekjur af ríkinu eins og lögfræðistofur. Þetta lýðst hvergi í hinum vestræna heimi, að fólk sem hefur engan rétt á að vera hérna geti blóðmjólkað skattgreiðendur þessa lands og á meðan fitnar lögfræðiteymin eins og púki á fjósbitanum á sama tíma og gamla fólkið okkar heldur áfram að vera á biðlistum eftir að komast á hjúkrunarheimili eða liggur á rúmum á spítölum landsins sem er dýrasta úrræðið sem er í boði fyrir þjóðfélagið fyrir utan það að stundum þarf það fólk að liggja á göngunum líka. Hverjir eiga að vera í forgangi? Ef við uppfyllum skyldur okkar samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna þá er ekki þar með sagt að við eigum líka að vera hérna með fólk í landinu svo árum skiptir í ólöglegri búsetu. Þetta fólk á ekki að vera í forgangi hér á landi heldur fólkið sem byggði þetta land upp og skilaði sínu til samfélagsins og átti skilið áhyggjulaust ævikvöld. Það á ekki að geyma það fólk í kústaskápum og geymslum á elliheimilum, liggur mér við að segja vegna plássleysis, og hafa það á biðlista við að fá sína sjálfsögðu þjónustu sem það hefur svo sannarlega unnið fyrir í gegnum áratugina. Það á ekki að fara króna í fólk frá íslenskum skattgreiðendum sem er búið að hafna um landvistarleyfi og ef við gerum það er fokið í flest skjól og þá er forgangsröðunin orðin ansi skrýtin hér á landi, með flestalla innviði í vanrækslu. Krafan er hratt og skilvirkt kerfi og „NEI þýðir NEI“ PUNKTUR OG BASTA. Ef það þarf að koma upp búðum, eða eins og það er kallað lokað búsetuúrræði tímabundið, þá á að gera það, svona getur þetta ekki verið. Það á ekki að vera í boði að stoðkerfin okkar séu sett á hvolf hvort heldur í heilbrigðiskerfinu eða í menntakerfinu, það er komið nóg af bulli hér á landi í þessum málaflokki. Ef ég færi á svartan lista hjá ríkislögreglustjóra fyrir þessi skrif þá væri það þess virði því það er ekki í boði að hafa þessa umræðu í ritskoðun og að það séu pantaðar niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunheimi og að halda því fram að það séu hægri öfgamenn sem hættan stafar af. Að vera samsekur Eins ef það er fólk hérna úti sem er að fela þetta fólk þá er það samsekt samkvæmt íslenskum hegningarlögum og þá á að dæma það og ekki gefa nein grið í því. Ég er ekki hissa á að ríkislögreglustjóri meti það þannig að hættan af hryðjuverkum komi hægra megin miðað við hvernig umræðan hefur verið hér á landi eða öllu heldur, það hefur ekki verið leyfilegt að opna þessa umræðu og hún hefur verið ritskoðuð fram að þessu. Það að halda því fram að hættan sé öfgahægri held ég að sé tóm þvæla; ég hef verið hugsi að þessi ákæra á drengina sem áttu að vera að skipuleggja hryðjuverk hér á landi, og ef ég man rétt kom ekki faðir ríkislögreglustjórans við sögu í því máli líka. Þetta mál er búið að veltast um í kerfinu og maður hefði haldið að þar sem er búið að dæma í þessu ætti það að vera búið og það ætti að vera góð áminning fyrir lögregluna að vera ekki að hlaupa svona á sig nema þetta fjalli um að skella ryki í augu almennings. Þessi réttarhöld yfir þessum drengjum sem áttu að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk hér á landi hafa verið í meira lagi átakanleg að fylgjast með, eins og þegar lögreglan boðaði til heljarinnar blaðamannafundar á sínum tíma vegna þess að hér áttu að vera skipulögð pólsk glæpasamtök tengd verslunarkeðju hér á landi, sem reyndist eftir allt saman vera tómur þvættingur. Ekki veit ég til þess að nokkur yfirmaður innan lögreglunnar hafi fengið svo mikið sem tiltal fyrir þá uppákomu á sínum tíma og að allir sitji sem fastast í sínum sætum en í dag. Ef það er svo að hættan sé hægra megin þá er það vegna þess að það er heimatilbúinn vandi, þökk sé getuleysi íslenskra stjórnvalda til margra ára og þeirri þöggun sem hefur ríkt um þennan málaflokk. Förum núna út í skipulagða erlenda glæpastarfsemi hér á landi: Hvar eigum við að byrja? Jú, ofureinfalt. Ef fólk kemur hingað í þeim eina tilgangi að fremja afbrot á að senda þetta fólk úr landi strax, banna því um landvist hér á landi til æviloka. Ef það þarf að setja á lög um það þá á að gera það og að sjálfsögðu herða landamæragæslu til muna, og það ætti ekki að vera erfitt þar sem við erum eyja úti í Norður-Atlantshafi. Þannig komum við í veg fyrir að skipulögð glæpastarfsemi festi rætur hér á landi og við verndum ungmenni okkar í leiðinni, sköpum pláss í fangelsum landsins við erum ekki að fylla fangelsin af erlendum skipulögðum glæpajurtum sem hafa verið að skjóta hér upp rótum. Nei, það er komið nóg af linkind, nú þarf að bretta upp ermar og fara í tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn) og fara að lögum og ef það þarf að breyta þeim til að framfylgja því að vísa þessu fólki úr landi, hratt og örugglega, hvort heldur ólöglegum hælisleitendum eða erlendum glæpahópum, þá á að setja það í forgang. Það væri nær að setja fjármagn í þennan málaflokk af alvöru í staðinn fyrir að hervæða önnur erlend ríki í stríði eins og Úkraínu. Að síðustu eigum við að bjóða upp á góða íslenskukennslu fyrir þá útlendinga sem hafa landvistarleyfi til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu annars munum við glíma við sömu glæpaöldina og Svíar og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa verið að gera. Síðast en ekki síst eigum við að passa upp á okkar hefðir og gildi, sögu og tungumál og halda í okkar sérkenni sem er íslenskt. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ef það er hægriöfgaskoðun að telja að það sé ekki í lagi að hér á landi séu á þriðja hundruð ólöglegra hælisleitenda sem eru búnir að fá höfnun fyrir landvistarleyfi og neita að fara. Ef það telst vera hægriöfgaskoðun að það eigi að uppræta erlenda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi af alvöru og framkvæma það í verki en ekki bara að tala um það þá viðurkenni ég það fúslega að ég er hægriöfgamaður. „Það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér erlenda glæpamenn,“ Þetta er haft eftir lögreglustjóranum á Suðurnesjum, Úlfari Lúðvíkssyni, í viðtali á mbl. 08.04.2025. Hætta er á svokölluðum „hægriöfgahryðjuverkum“ Byrjum á ólöglegum hælisleitendum, fórum svo í skipulagða glæpastarfsemi og getuleysi íslenskra stjórnvalda í þeim málaflokki og það hjákátlega að halda því fram, eins og kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra, að helsta hættan fyrir hryðjuverkum hér á landi stafi af hægriöfgamönnum. Þessa þvælu kaupi ég ekki og það er mín skoðun að það sé verið að slá ryki í augu almennings að halda slíku fram. Það hafa ekki verið hægri öfgamenn sem hafa verið að fremja hérna alvarlega ofbeldisglæpi að undanförnu eða að hasla sér völl á íslenskum fíkniefnamarkaði eða koma að skipulögðum glæpum. Það væri nær að setja púður í það að herja á þessa ólöglegu hælisleitendur og koma þeim úr landi, það myndi alla vegana draga úr hættu á svokallaðri „hryðjuverkaárás frá hægriöfgamönnum“ Jæja, snúum okkur að hælisleitendum. Við eigum ekki að sýna neitt umburðarlyndi fyrir því að hér sé fólk ólöglega í landinu og allra síst þegar við skattgreiðendur þurfum að borga fyrir það. Þetta fólk á að fara strax úr landi. Vandamálið er að hér á landi hefur skapast atvinnuiðnaður sem hefur tekjur af ríkinu eins og lögfræðistofur. Þetta lýðst hvergi í hinum vestræna heimi, að fólk sem hefur engan rétt á að vera hérna geti blóðmjólkað skattgreiðendur þessa lands og á meðan fitnar lögfræðiteymin eins og púki á fjósbitanum á sama tíma og gamla fólkið okkar heldur áfram að vera á biðlistum eftir að komast á hjúkrunarheimili eða liggur á rúmum á spítölum landsins sem er dýrasta úrræðið sem er í boði fyrir þjóðfélagið fyrir utan það að stundum þarf það fólk að liggja á göngunum líka. Hverjir eiga að vera í forgangi? Ef við uppfyllum skyldur okkar samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna þá er ekki þar með sagt að við eigum líka að vera hérna með fólk í landinu svo árum skiptir í ólöglegri búsetu. Þetta fólk á ekki að vera í forgangi hér á landi heldur fólkið sem byggði þetta land upp og skilaði sínu til samfélagsins og átti skilið áhyggjulaust ævikvöld. Það á ekki að geyma það fólk í kústaskápum og geymslum á elliheimilum, liggur mér við að segja vegna plássleysis, og hafa það á biðlista við að fá sína sjálfsögðu þjónustu sem það hefur svo sannarlega unnið fyrir í gegnum áratugina. Það á ekki að fara króna í fólk frá íslenskum skattgreiðendum sem er búið að hafna um landvistarleyfi og ef við gerum það er fokið í flest skjól og þá er forgangsröðunin orðin ansi skrýtin hér á landi, með flestalla innviði í vanrækslu. Krafan er hratt og skilvirkt kerfi og „NEI þýðir NEI“ PUNKTUR OG BASTA. Ef það þarf að koma upp búðum, eða eins og það er kallað lokað búsetuúrræði tímabundið, þá á að gera það, svona getur þetta ekki verið. Það á ekki að vera í boði að stoðkerfin okkar séu sett á hvolf hvort heldur í heilbrigðiskerfinu eða í menntakerfinu, það er komið nóg af bulli hér á landi í þessum málaflokki. Ef ég færi á svartan lista hjá ríkislögreglustjóra fyrir þessi skrif þá væri það þess virði því það er ekki í boði að hafa þessa umræðu í ritskoðun og að það séu pantaðar niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunheimi og að halda því fram að það séu hægri öfgamenn sem hættan stafar af. Að vera samsekur Eins ef það er fólk hérna úti sem er að fela þetta fólk þá er það samsekt samkvæmt íslenskum hegningarlögum og þá á að dæma það og ekki gefa nein grið í því. Ég er ekki hissa á að ríkislögreglustjóri meti það þannig að hættan af hryðjuverkum komi hægra megin miðað við hvernig umræðan hefur verið hér á landi eða öllu heldur, það hefur ekki verið leyfilegt að opna þessa umræðu og hún hefur verið ritskoðuð fram að þessu. Það að halda því fram að hættan sé öfgahægri held ég að sé tóm þvæla; ég hef verið hugsi að þessi ákæra á drengina sem áttu að vera að skipuleggja hryðjuverk hér á landi, og ef ég man rétt kom ekki faðir ríkislögreglustjórans við sögu í því máli líka. Þetta mál er búið að veltast um í kerfinu og maður hefði haldið að þar sem er búið að dæma í þessu ætti það að vera búið og það ætti að vera góð áminning fyrir lögregluna að vera ekki að hlaupa svona á sig nema þetta fjalli um að skella ryki í augu almennings. Þessi réttarhöld yfir þessum drengjum sem áttu að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk hér á landi hafa verið í meira lagi átakanleg að fylgjast með, eins og þegar lögreglan boðaði til heljarinnar blaðamannafundar á sínum tíma vegna þess að hér áttu að vera skipulögð pólsk glæpasamtök tengd verslunarkeðju hér á landi, sem reyndist eftir allt saman vera tómur þvættingur. Ekki veit ég til þess að nokkur yfirmaður innan lögreglunnar hafi fengið svo mikið sem tiltal fyrir þá uppákomu á sínum tíma og að allir sitji sem fastast í sínum sætum en í dag. Ef það er svo að hættan sé hægra megin þá er það vegna þess að það er heimatilbúinn vandi, þökk sé getuleysi íslenskra stjórnvalda til margra ára og þeirri þöggun sem hefur ríkt um þennan málaflokk. Förum núna út í skipulagða erlenda glæpastarfsemi hér á landi: Hvar eigum við að byrja? Jú, ofureinfalt. Ef fólk kemur hingað í þeim eina tilgangi að fremja afbrot á að senda þetta fólk úr landi strax, banna því um landvist hér á landi til æviloka. Ef það þarf að setja á lög um það þá á að gera það og að sjálfsögðu herða landamæragæslu til muna, og það ætti ekki að vera erfitt þar sem við erum eyja úti í Norður-Atlantshafi. Þannig komum við í veg fyrir að skipulögð glæpastarfsemi festi rætur hér á landi og við verndum ungmenni okkar í leiðinni, sköpum pláss í fangelsum landsins við erum ekki að fylla fangelsin af erlendum skipulögðum glæpajurtum sem hafa verið að skjóta hér upp rótum. Nei, það er komið nóg af linkind, nú þarf að bretta upp ermar og fara í tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn) og fara að lögum og ef það þarf að breyta þeim til að framfylgja því að vísa þessu fólki úr landi, hratt og örugglega, hvort heldur ólöglegum hælisleitendum eða erlendum glæpahópum, þá á að setja það í forgang. Það væri nær að setja fjármagn í þennan málaflokk af alvöru í staðinn fyrir að hervæða önnur erlend ríki í stríði eins og Úkraínu. Að síðustu eigum við að bjóða upp á góða íslenskukennslu fyrir þá útlendinga sem hafa landvistarleyfi til að koma í veg fyrir stéttaskiptingu annars munum við glíma við sömu glæpaöldina og Svíar og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa verið að gera. Síðast en ekki síst eigum við að passa upp á okkar hefðir og gildi, sögu og tungumál og halda í okkar sérkenni sem er íslenskt. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar