Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun