Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 11:17 PlayStation 5 er ekki orðin fimm ára gömul en sölusaga tölvunnar hefur einkennst af seinkunum, hækkunum og skorti á framboði. Sony hefur hækkað verðið á PlayStation 5 í Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Mið-Austurlöndum og Afríku og segir „krefjandi efnahagsumhverfi“ vera ástæðuna . Sony greindi frá þessu í tilkynningu á vef sínum á sunnudag. Í Evrópu mun verðið á stafrænu útgáfunni af PS5 hækka um ellefu prósent úr 449,99 evrum (um 65.433 íslenskum krónum) í 499,99 evrur (um 72.700 krónur). Í Bretlandi hækkar verðið um svipuð prósentustig, úr 389,99 pundum (um 65 þúsund íslenskar krónur) í 429,99 pund (um 72 þúsund krónur). Hins vegar mun hvorki PS5 Pro né diskadrifs-útgáfa leikjatölvunnar hækka í verði. Sony segist hafa tekið þessa „erfiðu ákvörðun“ að hækka verðin í ljósi „krefjandi efnahagsumhverfis, þar á meðal hærri verðbólgu og sveiflukenndu gengi.“ Það er spurning hvaða áhrif hækkunin mun hafa á verð á PS5-leikjatölvum hérlendis en stafræna útgáfan kostar 85 þúsund krónur í Elko, Nova og Tölvutek, um 90 þúsund hjá Símanum og 72 þúsund krónur í Kids Coolshop. Einhverjir bjóða þó upp á fermingarafslætti þessa dagana. Sony geti nýtt sér aðstæður Markaðir hafa verið ansi sveiflukenndir eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti tollahækkanir á 180 lönd í upphafi mánaðar. Eftir upphaflegu tollahækkanirnar hefur Trump dregið aðeins í landi, lýst yfir níutíu daga pásu fyrir öll lönd nema Kína og ákveðið að gera tölvur og snjallsíma undanþegin tollum. Serkan Toto, forstjóri ráðgjafafyrirtækisins Kantan Games, sagði við CNBC að líklegt væri að Sony myndi í kjölfarið hækka verð tölvunnar í Bandaríkjunum. „Ég yrði mjög hissa ef Sony tækist að halda verði á PlayStation í Bandaríkjunum stöðugu. Núna er ,rétti' tíminn fyrir fyrirtækið að hækka verð því bakslag notenda yrði tiltölulega lítið,“ sagði Toto við CNBC. Hann sagðist því vænta þess að verðið myndi hækka á endanum þegar ljóst yrði hvernig tollarnir myndu enda. Playstation 5 sem er rúmlega fjögurra ára gömul hefur áður hækkað töluvert í verði, haustið 2022 hækkaði verðið vegna mikillar verðbólgu og í fyrra hækkaði Sony verðið á leikjatölvunni í Japan. Sony Leikjavísir Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Sony greindi frá þessu í tilkynningu á vef sínum á sunnudag. Í Evrópu mun verðið á stafrænu útgáfunni af PS5 hækka um ellefu prósent úr 449,99 evrum (um 65.433 íslenskum krónum) í 499,99 evrur (um 72.700 krónur). Í Bretlandi hækkar verðið um svipuð prósentustig, úr 389,99 pundum (um 65 þúsund íslenskar krónur) í 429,99 pund (um 72 þúsund krónur). Hins vegar mun hvorki PS5 Pro né diskadrifs-útgáfa leikjatölvunnar hækka í verði. Sony segist hafa tekið þessa „erfiðu ákvörðun“ að hækka verðin í ljósi „krefjandi efnahagsumhverfis, þar á meðal hærri verðbólgu og sveiflukenndu gengi.“ Það er spurning hvaða áhrif hækkunin mun hafa á verð á PS5-leikjatölvum hérlendis en stafræna útgáfan kostar 85 þúsund krónur í Elko, Nova og Tölvutek, um 90 þúsund hjá Símanum og 72 þúsund krónur í Kids Coolshop. Einhverjir bjóða þó upp á fermingarafslætti þessa dagana. Sony geti nýtt sér aðstæður Markaðir hafa verið ansi sveiflukenndir eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti tollahækkanir á 180 lönd í upphafi mánaðar. Eftir upphaflegu tollahækkanirnar hefur Trump dregið aðeins í landi, lýst yfir níutíu daga pásu fyrir öll lönd nema Kína og ákveðið að gera tölvur og snjallsíma undanþegin tollum. Serkan Toto, forstjóri ráðgjafafyrirtækisins Kantan Games, sagði við CNBC að líklegt væri að Sony myndi í kjölfarið hækka verð tölvunnar í Bandaríkjunum. „Ég yrði mjög hissa ef Sony tækist að halda verði á PlayStation í Bandaríkjunum stöðugu. Núna er ,rétti' tíminn fyrir fyrirtækið að hækka verð því bakslag notenda yrði tiltölulega lítið,“ sagði Toto við CNBC. Hann sagðist því vænta þess að verðið myndi hækka á endanum þegar ljóst yrði hvernig tollarnir myndu enda. Playstation 5 sem er rúmlega fjögurra ára gömul hefur áður hækkað töluvert í verði, haustið 2022 hækkaði verðið vegna mikillar verðbólgu og í fyrra hækkaði Sony verðið á leikjatölvunni í Japan.
Sony Leikjavísir Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“