Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar 14. apríl 2025 12:00 Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun