Fótboltinn víkur fyrir padel Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 14:01 Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. Sporthúsið Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023. Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023.
Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“