Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. apríl 2025 22:02 Minnst 34 létust í árásinni. ap Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent