Lífið

Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður

Bjarki Sigurðsson skrifar
Væb bræður stíga fyrstir á stokk á stóra sviðinu á Eurovision í vor.
Væb bræður stíga fyrstir á stokk á stóra sviðinu á Eurovision í vor. Vísir/Hulda Margrét

Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 

Á vefsíðunni Eurovisionworld er það tekið saman hversu miklar líkur veðbankarnir telja á að þjóðir vinni Eurovision í Basel í Sviss í ár. Svíar eru sigurstranglegastir með 27 prósent, svo Austurríkismenn með tuttugu prósent og Frakkar með tíu prósent. Átta ríki eru með á bilinu tvö til sex prósent en hin 26 ríkin eru með eitt prósent eða minna, þar á meðal Ísland. Í raun er Ísland í næstneðsta sæti, einungis Svartfjallaland er talið eiga minni líkur á að vinna keppnina. 

Staðan breytist þó þegar litið er á spár veðbanka fyrir fyrri undanúrslitin, þar sem Væb-bræðurnir, stíga fyrstir á svið þann 13. maí næstkomandi. Þar er Íslandi spáð þrettánda sæti af fimmtán en tíu ríki komast áfram. Veðbankar segja 34 prósent líkur á að Íslandi komi áfram. 

Í síðustu tíu undanúrslitum hafa veðbankarnir einungis einu sinni náð að spá rétt fyrir um öll ríkin sem komust áfram í úrslitin. Í hinum níu undanúrslitunum komust eitt til þrjú ríki áfram sem var spáð að myndu sitja eftir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.