Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2025 10:35 Öll börn fá inni á leikskólum Reykjavíkurborgar frá átján mánaða aldri á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Öll börn sem verða 18 mánaða eða eldri 1. september næstkomandi, og eru með umsókn um pláss í borgarreknum leikskólum, hafa fengið boð um vistun. Börn verða tekin inn á leikskóla óháð mönnun og keyrt verður á fáliðun. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Reykjavíkurborg segir að þá hafi verið hægt að verða við óskum hjá flestum þeirra sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Að auki hafi yngri börnum sem eru í forgangi í úthlutun verið boðin vistun. 165 pláss sem á eftir að manna Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk þann 14. apríl hefðu foreldrar 2081 barns fengið boð og þegið vistun í borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla. 1778 börnum hafi verið úthlutað plássi í leikskóla sem eru reknir af Reykjavíkurborg. Í haust muni bætast við 165 pláss og boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra, auk þess sem aftur verði hægt að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum lýkur í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg sem nú sé orðinn hluti af leikskólanum Jörfa. Verklagið gagnrýnt Reykjavíkurborg brá á það ráð á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun. Þetta fyrirkomulag hefur verið nokkuð harðlega gagnrýnt. Fáliðun þýðir að of fáir starfsmenn eru að vinna miðað við fjölda barna. Yfirleitt er tekið til þess ráðs að senda ákveðnar deildir heim eða ákveðinn hluta deildar allan daginn eða hluta dags. Ólafur Brynjar Bjarkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu, í janúar að gert væri ráð fyrir því að sama leið yrði farin fyrir innritun á næsta skólaári.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira