Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 10:32 Bolli er búinn að birta myndir af fólkinu á Facebook. Bakka fullum af gullmunum var stolið úr Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari segir að hann eigi eftir að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfi verslunarinnar en mögulega hafi fleiri munum verið stolið. Að minnsta kosti hlaupi þýfið á fleiri hundruð þúsundum. Bolli segir að þjófagengi sem telur átta manns hafi framkvæmt þjófnaðinn, en hann er búinn að birta myndir af þeim sem hann grunar um verknaðinn á Facebook. „Ég veit að ég fæ þetta aldrei til baka. En ég er bara að reyna að vara fólk við. Ef það sér þetta fólk, þá eru þau stórhættuleg.“ Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að um sé að ræða gengi sem hafi leikið fólk grátt á ferðamannastöðum, líkt og á Þingvöllum, með vasaþjófnaði. Mynduðu vegg í stappaðri búðinni „Þau komu átta og mamma var að vinna þarna ein. Tvö þeirra tóku hana frá, héldu henni upptekinni. Svo komu þau inn, eitt af öðru, þannig hún var alveg stöppuð búðin,“ segir Bolli, sem tekur fram að fyrir hafi verið ein kona í búðinni sem tengist málinu ekki. „Þau bjuggu alveg til vegg þegar þau tóku bakkann.“ Bolli veit ekki til þess að lögreglan hafi haft hendur í hári gengisins. Það gæti reynst erfitt. Bolli telur að meðlimir gengisins dvelji á gistiheimilum en haldi sig einungis í eina nótt á hverjum stað. Þau séu því sífellt á ferðinni. „Þau kunna þetta bara. Þetta er eins og er verið að vara mann við í Barselóna. Þetta eru galdramenn.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Bolli segir að þjófagengi sem telur átta manns hafi framkvæmt þjófnaðinn, en hann er búinn að birta myndir af þeim sem hann grunar um verknaðinn á Facebook. „Ég veit að ég fæ þetta aldrei til baka. En ég er bara að reyna að vara fólk við. Ef það sér þetta fólk, þá eru þau stórhættuleg.“ Hann segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að um sé að ræða gengi sem hafi leikið fólk grátt á ferðamannastöðum, líkt og á Þingvöllum, með vasaþjófnaði. Mynduðu vegg í stappaðri búðinni „Þau komu átta og mamma var að vinna þarna ein. Tvö þeirra tóku hana frá, héldu henni upptekinni. Svo komu þau inn, eitt af öðru, þannig hún var alveg stöppuð búðin,“ segir Bolli, sem tekur fram að fyrir hafi verið ein kona í búðinni sem tengist málinu ekki. „Þau bjuggu alveg til vegg þegar þau tóku bakkann.“ Bolli veit ekki til þess að lögreglan hafi haft hendur í hári gengisins. Það gæti reynst erfitt. Bolli telur að meðlimir gengisins dvelji á gistiheimilum en haldi sig einungis í eina nótt á hverjum stað. Þau séu því sífellt á ferðinni. „Þau kunna þetta bara. Þetta er eins og er verið að vara mann við í Barselóna. Þetta eru galdramenn.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira