Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 12:03 Guðmundur Kristjánsson formaður SFS og forstjóri Brims. Vísir/Einar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í 69 blaðsíðna skýrslu SFS með athugasemdum við frumvarp stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum er meðal annars vísað til greiningar KPMG á neikvæðum áhrifum breytinganna á tekjur sveitarfélaga sem reiða sig á sjávarútveg og einnig til greiningar Jakobsson Capital á áhrifum þeirra á verðmæti þeirra þriggja sjávarútvegsfyrirtækja sem eru á markaði. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og formaður samtakanna segir gagnrýnina beinast að vinnubrögðum matvælaráðherra og fjármálaráðherra. „Þarna koma þeir með drög að frumvarpi sem er illa rökstutt og vantar öll gögn. Það er ekkert farið í hverjar verða afleiðingarnar ef þetta fer í gegn. Þannig að þarna erum við að koma fram með gríðargóða greinargerð um hvað gæti gerst í okkar samfélagi ef þetta á að keyra í gegn eins og þau leggja þetta fram.“ Einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum Guðmundur segir grundvallarspurninguna þá hvort vinna eigi verðmæti úr fiski á Íslandi og skapa sem mesta atvinnu eða þá taka eins há veiðigjöld og hægt er og senda fiskinn óunninn úr landi. Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í vikunni að fulltrúar SFS hefðu setið marga fundi með fulltrúum stjórnvalda en ekki komið með neinar tillögur um það hvernig hægt væri að miða gjöldin við raunverulegt aflaverðmæti. „Þetta er nú svona frekar léttvægt hjá henni myndi ég segja,“ segir Guðmundur um þá gagnrýni. Hann segir deilur hafa verið um veiðigjöld og auðlindagjöld í áratugi á Íslandi. „Hér hafa verið skipaðar margar nefndir og núverandi aðferðafræði við útreikning veiðigjalda var fjölda ára í smíðum, við erum búin að breyta henni nokkrum sinnum. Sjávarútvegurinn hefur ekki alltaf verið ánægður með þessa aðferðafræði sem núna, við höfum viljað breyta henni, en ráðherrann hann kallaði okkur bara á fund, tilkynnti okkur hvað hann væri að gera og svo var þetta bara stuttur fundur og við út. Þannig það er ekki komið neitt samtal milli sjávarútvegs og stjórnvalda ennþá af því að þetta hafa bara verið einhliða tilkynningar frá stjórnvöldum.“ Hann segir ábyrgðina að lokum liggja hjá Alþingi. „Það eru alþingismenn Íslendinga sem taka endanlega ákvörðun um það hvort við eigum að vinna fisk á Íslandi eða ekki. Ef alþingismenn ætla ekki að taka tillit til okkar athugasemda, að þá náttúrulega keyrir ríkisstjórnin bara þetta mál í gegn. Mér finndist það óskynsamlegt af ríkisstjórn að setjast ekki niður með okkur og taka spjall við okkur eftir öll þessi rök.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggðamál Atvinnurekendur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira