Innlent

Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brott­farar­sal

Árni Sæberg skrifar
Það eru ansi margir á leið til útlanda fyrir páska.
Það eru ansi margir á leið til útlanda fyrir páska. Vísir

Örtröð ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ein stærsta ferðahelgi ársins er að ganga í garð. Röðin í öryggisleitina náði langt inn í brottfararsalinn á jarðhæð flugstöðvarinnar um klukkan 09:30 í morgun. Isavia biðlar til fólks að mæta snemma á völlinn.

Líkt og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan, sem tekið var um klukkan 09:30 í morgun, var ógnarlöng röð í öryggisleitina í morgun og reikna má með því að einhverjir þar hafi verið farnir að ókyrrast.

Brýndu fyrir fólki að mæta tímanlega

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að Isavia hvetti fólk til þess að mæta fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. 

Þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið í morgun ítrekaði hann þau skilaboð og sagði alls ekki óalgengt að langar raðir mynduðust í kringum páska.

Ónýtt öryggisleitarhlið

Í samtali við Vísi segir sá sem tók myndskeiðið hér að ofan að greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Á myndinni hér að neðan má sjá allavega þrjá skanna sem ekki eru í notkun.

Hér er enga starfsmenn að sjá.Vísir

Að sögn myndasmiðsins voru fimm öryggisleitarhlið í notkun, að forgangshliðinu meðtöldu.

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×