Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar 16. apríl 2025 11:46 Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Alþingishús Íslendinga var reist á methraða á árunum 1880-81. Það var gert af samhentum landsmönnum. Grjót hafði verið sprengt úr Þingholtunum þegar fangahús var byggt á Skólavörðustíg árið 1872. Þar lærðu verka og iðnaðarmenn hérlendir að hantera stein. Því var verklagið endurtekið ellefu árum síðar, höggvið var í holtin grágrýti og byggt úr því þetta sameiningartákn okkar Íslendinga. Sameining og sjálfstæði eru systrahugtök og hafa sjaldan haft meira vægi en einmitt nú um mundir. Okkur berast daglega ógnarfréttir utan úr hinum stóra heimi, þar sem uppivöðulsamir einræðisherrar gera freklegar kröfur í helgi frjálsra þjóða. Þessir glæpamenn eru táknmyndir þess að lönd þeirra hafa þanist helst til mikið út og étið undir sig gamlalt minni sjálfstæðra þjóða. Þeir eru orðnir allt of valdamiklir og valdafíkn er eins og spilafíkn eða bara öll fíkn; óseðjandi. Jón Sigurðsson er án vafa okkar mesta þjóðhetja af því að hann þorði að mótmæla dönskum yfirvöldum sem vildu afmá Alþingi og innlima Íslendinga undir dönsku krúnunna árið 1851. Aldagömul dönsk undirlæga hefur samt alltaf læðst hér með veggjum og blætt yfir um í kynslóðirnar. Íslendingar hafa alltaf verið undirokaðir og kúgaðir. Fyrstu oligarkarnir (oligarch) komu fram á tólftu öld og voru ættarveldin (hljómar kunnuglega.) Þetta voru Sturlungar, Haukdælir, Oddverjar, Ásbirningar og fleiri. Þessar ættir fóru um með stanslausum ófriði og neyddu bændur og búalið í fremstu víglínu með tilheyrandi mannfalli. Stéttalaus þjóð sem er þjökuð af minnimáttarkennd Þetta er að gerast í Rússlandi núna. Þessi óöld stóð hérlendis um aldir. Sturlungu tíminn er samt talinn til gullaldatíma hér í sögulegu samhengi. Það var ekki eins og lífsbaráttan í þessu harða fagra landi, með tíðum mannfelli til sjós, aflabresti og uppskeruþurrð, væri ekki nóg. Nei, þá komu enskir kaupmenn og norður þýskir hansakaupmenn -og svo danskir. Allir byggðu þeir viðskiptamódel sín á því að okra á sístritandi Íslendingum. Þetta viðskiptamódel er í dag lofað sem flottur „bissness” og góð kaupsýsla. Einu skiptin sem við leyfum okkur að varpa af okkur álagaham félagslegs vanmáttar gerist á fylleríum, og þegar vel gengur í kappleikjum á veraldarvísu. Þá látum við þessa stóru í útlöndum finna til tevatnsins; kennum þeim að það eru engir helvítis aumingjar sem sækja hér sjóinn eða bera grjót úr túnum við ystu myrkur. Handboltalandslið landans hefur oft gert hlut sinn glæsilegan um heim allan. Það má segja að liðið endurspegli þjóðina og sýni í rauninni hvað við erum ótrúleg þegar við erum sameinuð um málefnin. En heilt yfir erum við sundurlaus, stéttskipt, óréttlát og full af minnimáttakennd og hégóma. Yfir andyri húsi frelsis, mannréttinda og sjálfstæðis trjónir kórónaKristjáns níunda Danakonungs og í hornsteini hússins, sem byggt var af íslensku grjóti úr holtunum með svita og blóði hérlendra, eru faldar allar hinar dönsku myntir. Það er vont karma að hafa kórónu erlends konungs á Alþingishúsinu en því miður hefur enginn hefur haft hugrekki til að fjarlægja í kórónuna af þakinu. Setjum prófíl afsteypu af Jóni Sigurðsyni í staðin og verðum frjáls í alvöru. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar