Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 16. apríl 2025 17:30 Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Sjá meira
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar