Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2025 08:02 Rashford var magnaður á þriðjudagskvöld. Aurelien Meunier/Getty Images Marcus Rashford átti sinn besta leik í langan tíma þegar Aston Villa var nálægt því koma einvígi sínu gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í framlengingu. Unai Emery, þjálfari Villa, tók Rashford hins vegar af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
PSG er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar þökk sé 3-1 sigri í París. Villa vann leikinn á þriðjudagskvöld 3-2 og var nálægt því að koma einvíginu í framlengingu. Rashford hefði án efa skorað að lágmarki eitt mark ef ekki hefði verið fyrir magnaðar markvörslur Gianluigi Donnarumma í marki gestanna. Hann lagði hins vegar upp þriðja mark Villa og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Það kom því á óvart þegar Emery tók hann af velli. Hann átti flestar snertingar inn í teig (12) mótherjanna, skapaði flest færi (4) og átti flestar fyrirgjafir (9). „Rashford skoraði ekki en orkustigið sem hann spilaði á, hann neyddi varnarmenn PSG í að gera mistök. Fyrir mér var hann maður leiksins hjá Villa,“ sagði Dion Dublin, fyrrverandi leikmaður Man United og núverandi sparkspekingur hjá breska ríkisútvarpinu. „Rashford var frábær. Hann var hluti af öllu sem Villa gerði og allt það sem liðið gerði kom í gegnum hann,“ sagði Stephen Warnock, fyrrverandi leikmaður Villa og núverandi sparkspekingur. Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók í sama streng og sagði að Rashford hefði afsannað allar hrakfaraspár í kringum skipti sín frá Manchester United til Villa. Sparkspekingarnir voru sammála um að sóknarleikur Villa hefði aldrei náð sama takti eftir að Rashford var tekinn af velli og veltu fyrir sér af hverju Emery hefði tekið lánsmanninn frá Man United af velli. „Honum líður betur og hann átti frábæran leik. Við erum glaðir, ef hann er glaður erum við glaðir,“ sagði Emery í viðtali eftir leik.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira