Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 07:56 Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í gær. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira