Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 12:00 Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Byggðamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar