Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 19:20 Örvar skoraði tvö. Vísir/Anton Brink Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira