Íslenski boltinn

„Hags­munum fé­lagsins best borgið með sölu á leik­manninum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Gísli var valinn í U-19 ára landslið Íslands þegar hann var enn leikmaður Fylkis. Hann hefur nú samið við Val.
Stefán Gísli var valinn í U-19 ára landslið Íslands þegar hann var enn leikmaður Fylkis. Hann hefur nú samið við Val. Fylkir

Knattspyrnudeild Fylkis hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem farið er yfir af hverju félagið seldi Stefán Gísla Stefánsson til Vals.

Valur samdi við þennan 1u ára varnarmann til næstu fimm ára og ríkir mikil spenna á Hlíðarenda fyrir komu hans. Að sama skapi eru Fylkismenn, sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, heldur ósáttir með að missa þennan efnilega leikmann úr sínum röðum.

Í færslu Fylkis á Facebook segir: „Fylkir metur Stefán Gísla afar mikils og telur hann vera í hópi efnilegustu leikmanna Fylkis á þessum tímapunkti.“ Þar segir einnig að viðræður við leikmanninn um nýjan langtímasamning hafi ekki gengið upp.

„Fylkir er með skýra stefnu sem snýr að því að bjóða ungum, uppöldum leikmönnum sem ætlað er stórt hlutverk hjá Fylki langtíma samning áður en síðasta ár samnings rennur upp.“

Stefán Gísli á að baki 27 leiki með Fylki, þar af 9 í Bestu deildinni. Einnig hefur hann spilað 19 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×