„Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 23:31 Oday Dabbagh líkar lífið vel í Skotlandi. Craig Foy/Getty Images Oday Dabbagh skaut Aberdeen í úrslit skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Hearts á lokamínútu framlengingar þegar liðin mættust um helgina. Sigurmarkið má finna hér að neðan í fréttinni. Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic. Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Sjá meira
Dabbagh kom inn af bekknum á 81. mínútu þegar leikurinn var í járnum. Þó svo að Aberdeen hafi verið manni fleiri komust þeir ekki í gegnum hjartað á þéttri vörn Hearts. Því þurfti að framlengja og þar missti Hearts annan mann af velli. Það var þá loks sem Aberdeen tókst að nýta liðsmuninn og steig Dabbagh upp á ögurstundu. „Þetta er ótrúleg tilfinning, ég get ekki sett hana í orð. Ég er virkilega ánægður með að skora sigurmarkið, ég er virkilega ánægður með að vera kominn í úrslit. Ég vil þakka stuðningsfólki okkar,“ sagði hæstánægður Dabbagh að leik loknum. „Ég vil þakka starfsliðinu og liðsfélögum mínum fyrir að trúa á mig. Þeir sögðu að ég myndi koma okkur yfir línuna og það tókst.“ Hinn 26 ára gamli Dabbagh hóf ferilinn í heimalandinu Palestínu. Þar upplifði hann margt en leikjum var seinkað þar sem liðin gátu ekki mætt á réttum tíma eftir að vera stöðvuð við eftirlitsstöðvar Ísraelshers, táragasi var skotið á leikvanga þegar leikir voru í gangi og leikmenn misstu heimili sín i sprengjuárásum. Eftir að raða inn mörkum heima fyrir færði Dabbagh sig til Kúveit árið 2019. Þar var hann til 2021 þegar hann samdi við Arouca í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Chraleroi í Belgíu og svo loks til Skotlands þegar hann gekk til liðs við Aberdeen á láni. Þar hefur hann skorað þrjú mörk í fimm leikjum og takist honum að skora fleiri mörk eins og það um helgina verður hann fljótt kominn í guðatölu hjá félaginu. Vinsæll hjá stuðningsfólki.Craig Williamson/Getty Images Ofan á þetta hefur framherjinn skoraði 16 mörk í 45 landsleikjum fyrir Palestínu. Hann vonast til að vera hvetja aðra samlanda sína til dáða. „Ég vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu,“ sagði Dabbagh. ⚽ The goal.💥 The limbs.Late scenes at Hampden 🙌 pic.twitter.com/y3HarFCNLL— Aberdeen FC (@AberdeenFC) April 20, 2025 Aberdeen er sem stendur í 5. sæti efstu deildar Skotlands, aðeins þremur stigum á eftir Hibernian sem er í 3. sæti en það sæti veitir þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildar á næstu leiktíð. Í bikarúrslitum mætir Aberdeen svo toppliði Celtic.
Fótbolti Skoski boltinn Palestína Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Sjá meira