Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Notkun Pete Hegseth á forritinu Signal hefur ekki gengið slysalaust fyrir sig. Getty/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
New York Times greinir frá Signal-spjalli Hegseth og byggir frétt sína á fjórum heimildamönnum sem vita af spjallinu. Upplýsingarnar sem Hegseth deildi í spjallinu voru flugáætlanir F/A-18 Hornets-herþotur yfir Jemen. Svo virðist sem um sé að ræða sömu upplýsingar og Hegseth deildi í öðru Signal-spjalli sem innihélt ritstjóra The Atlantic. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, bætti blaðamanninum óvart inn í spjallið með Hegseth og JD Vance degi fyrir árásir Bandaríkjahers á Húta 15. mars. Fréttirnar vöktu hneykslan meðal Bandaríkjamanna sem furðuðu sig á því að slíkar upplýsingar gætu lekið svo auðveldlega og að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna skyldu ekki nota viðeigandi tryggar boðleiðir. Eiginkona, bróðir og lögfræðingur í spjallinu Ólíkt fyrra spjallinu þá bjó Hegseth til þetta spjall í janúar rétt áður en hann var gerður að ráðherra. Í spjallinu, sem heitir „Defense | Team Huddle,“ eru Jennifer, eiginkona Hegseth og fjöldi annarra úr hans innsta hring. Jennifer Hegseth, eiginkona ráðherrans, er fyrrverandi framleiðandi hjá Fox News. Hún vinnur ekki hjá ráðuneytinu en hefur ferðast mikið með eiginmanni sínum í opinberum erindagjörðum hans erlendis. Vera hennar á fundum með ráðherranum hefur verið gagnrýnd. Phil Hegseth, bróðir varnarmálaráðherrans, og Tim Parlatore, lögfræðingur Hegseth, vinna báðir í varnarmálaráðuneytinu í Pentagon en hvorugur þeirra er það háttsettur að þeir ættu að búa yfir vitneskju um hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers. Enginn „öryggisbrestur“ en viðurkenna tilvist spjallsins Ónefndur embættismaður varnarmálaráðuneytisins neitaði að svara því hvort Hegseth hefði deilt ítarlegum árásarplönum en tók þó fram að það hefði ekki orðið „neinn þjóðaröryggisbrestur“. „Sannleikurinn er að það er óformlegt hópspjall sem varð til fyrir staðfestingu á hans nánustu ráðgjöfum,“ sagði embættismaðurinn við New York times. „Engin trúnaðarmál voru nokkurn tímann rædd á þessu spjalli.“ Sean Parnell, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, hefur ekki tjáð sig um hópspjallið eða svarað fyrirspurnum.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hernaður Jemen Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila