Frans páfi er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:08 Frans páfi er látinn eftir skammvinn veikindi. Getty Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu. Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu.
Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila