Innlent

Stöðvaður á 116 kíló­metra hraða

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ökumenn voru stöðvaður víða um höfuðborgarsvæðið vegna gruns um akstur undir áhrifum eða vegna hraðaksturs.
Ökumenn voru stöðvaður víða um höfuðborgarsvæðið vegna gruns um akstur undir áhrifum eða vegna hraðaksturs. Vísir/Vilhelm

Lögregla var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar á ölstofu í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang var sá grunaði farinn af vettvangi. Málið er í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Þar kemur einnig fram að alls séu fjórir í fangageymslu í morgunsárið og að alls hafi verið bókuð 48 mál frá því klukkan 17 í gær til fimm í nótt. Lögregla sinnti almennu eftirliti að vanda og ýmsum aðstoðarbeiðnum.

Þá voru þó nokkrir ökumenn stöðvaðir víða um borg vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna eða vegna þess að þeir óku of hratt. Í dagbók er til dæmis tiltekið að tveir ökumenn hafi verið stöðvaðir þar sem hámarkshraði er 50.

Annar hafi verið á 87 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund og hinn á 116 kílómetra á klukkustund þar sem hámarkshraði er 80. Lögreglan á stöð 2, í Hafnafirði, Garðabæ og Álftanesi, sinnti þessu útkalli en ekki er tiltekið hvar þetta átti sér stað innan umdæmisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×