Útför páfans á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 06:42 Líkvaka páfa hefst í kirkjunni í Santa Marta en hann verður svo fluttur í Péturskirkju á miðvikudag. Hér ámyndinni sést kardinálinn Kevin Joseph Farrell við lík Frans páfa. Hann staðfestir hér andlát hans. Myndinni var dreift af Vatíkaninu. Vísir/EPA Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025. Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025.
Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira