Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 22. apríl 2025 09:45 Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun