Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 17:21 Eva Georgs Ásudóttir var sjónvarpsstjóri Stöð 2 en tekur nú við ábyrgðarstöðu hjá RÚV. Eyþór Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“ Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“
Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira