Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. apríl 2025 19:00 Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir tæplega fjörutíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Rannveig Einarsdóttir segir að borgin eigi ekki að þurfa að sinna málaflokknum heldur ríkið. Vísir/ívar Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna öryggisúrræða fyrir um 35-40 einstaklinga var ríflega einn milljarður króna á síðasta ári. Á sama tíma var sértækur húsnæðisstuðningur borgarinnar til 4500 manns um einn og hálfur milljarður króna. Þá er heildarkostnaður vegna öryggisráðstafana tveggja einstaklinga í Mosfellsbæ tæplega hundrað og níu tíu milljónir króna á ári samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. „Þetta er mikill kostnaður sem leggst á borgina fyrir verkefni sem er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins. Við myndum gjarnan vilja nýta þessa fjármuni í lögbundin verkefni hjá okkur,“ segir Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt að breyta lögum Rannveig segir að þeir einstaklingar sem sæti öryggisvistun séu í flestum tilfellum fullorðnir með fjölþættan vanda. Verkaskiptin milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið afar óskýr í málaflokknum. Skortur sé á úrræðum af hálfu ríkisins fyrir hópinn sem hafi kallað á ýmsan kostnað til að stuðla að öryggi viðkomandi einstaklinga og starfsmanna sem sinna stuðningi við þá. „Það vantar í raun alla lagaumgjörð í kringum þennan málaflokk. Það hefur verið kallað eftir henni í allt að áratug. Það er nauðsynlegt að breyta lögum,“ segir Rannveig. Öryggisstofnunin hefði þegar átt að vera til Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur í málaflokknum. Fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir hópinn. Engin tímasetning hefur komið fram um hvenær það verður. Rannveig segir mikilvægt að það verði sem fyrst. „Slík öryggisstofnun hefði átt að vera tilbúin fyrir löngu síðan. En ég fagna því að eitthvað sé að hreyfast í málaflokknum. Vonandi sjáum við slíka stofnun sem allra fyrst,“ segir hún. Rannveig telur vandann að vaxa. „Við erum að sjá fleiri einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda en áður. Skýringarnar gætu verið harðari neysla en áður og að stofnunum sem sinntu málaflokknum hefur verið lokað á síðustu árum,“ segir hún. Afar flókinn málaflokkur Hún segir um afar flókinn og dýran málaflokk að ræða og það sé líklega skýringin á því að ekki sé búið að koma fleiri úrbótum á koppinn. „Þetta er flókið. Það eru mörg ráðuneyti sem vinna að úrbótum. Þá er þetta mjög fjárfrekur málaflokkur. Kostnaðurinn hefur farið á sveitarfélögin síðustu ár í auknum mæli,“ segir Rannveig. Hún segir afar mikilvægt að vel sé haldið á málum varðandi framhaldið. Verði það ekki gert geti það haft afar alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinganna sem um ræðir og samfélagið í heild.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira