Körfubolti

Tryggvi Evrópu­meistari með Bilbao Basket

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason verst Bartley Frank í leiknum í Grikklandi í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason verst Bartley Frank í leiknum í Grikklandi í kvöld. epa/ACHILEAS CHIRAS

Bilbao Basket, sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með, varð í kvöld Evrópumeistari eftir þrátt fyrir 84-82 tap fyrir PAOK í Grikklandi í seinni leik liðanna í úrslitum Europe Cup.

Bilbao vann fyrri leik liðanna á sínum heimavelli, 72-65, og einvígið því 154-149 samanlagt.

Tryggvi hefur verið frá keppni í fjórar vikur vegna kálfameiðsla og tók ekki þátt í fyrri leiknum. Hann sneri hins vegar aftur í lið Bilbao í kvöld og stóð fyrir sínu.

Tryggvi lék í sextán mínútur, skoraði sjö stig, tók fimm fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði eitt skot.

Harald Frey og Melwin Pantzar skoruðu sautján stig hvor fyrir Bilbao sem leiddi lengst af leiks. PAOK kom hins vegar til baka í lokaleikhlutanum en Bilbao hélt haus og skoraði átta af síðustu ellefu stigum leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×