„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 21:08 Emilie Hessedal lét verkin tala í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira