Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:29 Það var nóg pláss fyrir stuðningsmenn Vestra á leik gegn Fram í Úlfarsárdal á síðustu leiktíð, þegar þessi mynd var tekin. Þá, líkt og í gær, fögnuðu Vestramenn sigri. vísir/Viktor Freyr Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“ Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti