Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar 25. apríl 2025 14:45 Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sjónvarpinu við útvarpsstjóra Rúv 23. 4. ´25. um aðild Íslendinga að Eurovision og hvort Íslendingar eigi að hafna aðild að þeirri keppni ef fulltrúar ríkisstjórnar Ísrael ættu aðild að henni. Þá sagði útvarpsstjóri að það myndi engu breyta um keppnina þó að Íslendingar neituðu að mæta. Keppnin yrði að sjálfsögðu haldin hvað sem okkur finndist. Það sem útvarpsstjórinn virðist því miður ekki hafa áttað sig á er að við neitum ekki aðild að keppninni í þeim tilgangi að stöðva hana. Við neitum aðild vegna okkar eigin sjálfsvirðingar. Þess vegna á RUV ekki að eiga aðild að *„Kirkjugarðsballinu“ í þetta árið. Mörgum finnst ekki sæma að skemmta sér og öðrum við söng og dans með fulltrúum þjóðar sem leggur sig fram við stríðsglæpi með drápi á börnum, konum, sjúklingum og saklausum borgurum. Aylet Shaklet dómsmálaráðherra Ísrael er þekkt fyrir ummæli sín, að hermenn síonista ættu að drepa palestínskar mæður til þess að þær fæddu ekki fleiri hryðjuverkamenn. Drápin hafa þeir m.a. framið með því að hrekja fórnarlömb sín inn í troðnar tjaldbúðir líkt og Gyðingum var troðið í gasklefa nasista. Síðan gerðu síonistarnir loftárásir á tjaldbúðirnar og kveiktu í þeim og brenndu fólkið lifandi. Töluverðum hópi tókst að brjótast út og komst logandi og skaðbrennt og veinandi úr bálinu. Því fólki var þá bannaður aðgangur að sjúkragögnum og kvalastillandi lyfjum. Því var líka neitað um aðgang að vatni. Það átti bara að deyja, - til þess var árásin gerð. Síonistastjórnin í Ísrael hefur nú verið ákærð opinberlega fyrir hryllilega stríðsglæpi sína. Nú er spurt: Geta Íslendingar misboðið sæmd sinni og sjálfsvirðingu með því að mæta til leiks að skemmta sjálfum sér og öðrum með dansi og söng ásamt ákærðum fulltrúum barnamorðingja og stríðsglæpamanna síonistanna í Ísrael? Eiga Íslendingar bara að yppta öxlum og slá öllu upp í dans og söng sjálfum sér til dægradvalar. Eiga þeir að láta sem þeir sjái ekki þegar skipulega er verið að murka lífið úr heilli þjóð. Sá sem horfir á fréttir sem sýna fólk brennt lifandi og þegir svo, hann er ekki mennskur. Sá sem þegir og óttast að hafa óþægindi af að mótmæla glæpaverkinu hann er lítilmenni. Eiga Íslendingar ekki að láta mennsku sína ráða för og votta fórnarlömbum síonista samúð sína og sýna það í verki og neita að syngja og dansa með síonistum á gröfum fórnarlamba þeirra. Höfundur er rafvirki. Es: Til fróðleiks Síonistar eru ekki þjóðarbrot þeir eru trúarpólitísk ofstækishreyfing sem trúir á yfirburði fengna frá Guði. Þeir þeir álíta sig „Uber alle.“ Það minnir óþægilega á hugmyndir sem Nasistar höfðu um sjálfa sig. * Prestar héldu þinghúsball einu sinni á ári til að safn fé fyrir kirkjugarðinn)
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar