Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 15:42 Stevie Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar, (t.v.) tekur í höndina á Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í dag. Witkoff hefur endurómað réttlætingar Rússa fyrir innrás þeirra í Úkraínu á undanförnum vikum. Vísir/EPA Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira